Vinafagnaður með gleðisöng

Þorgerður Ingólfsdóttir á æfingu með kórnum.
Þorgerður Ingólfsdóttir á æfingu með kórnum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Söngurinn er þessi fagra leið að hjarta manneskjunnar. Hann eflir samkennd og færir fólk nær hvað öðru í vináttu. Í tónlist geta allir sameinast,“ segir Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri en í dag eru liðin 50 ár frá því að Kór Menntaskólans við Hamrahlíð kom saman til sinnar fyrstu æfingar.

Þeirra tímamóta verður að sjálfsögðu minnst því boðið er til fagnaðar í Hamrahlíðinni í kvöld klukkan 20, þangað sem allir kórfélagar, gamlir og nýir, vinir og velunnarar eru velkomnir.

„Þetta verður vinafagnaður með gleðisöng og mörgum brosandi andlitum. Þúsundir hafa tekið þátt í starfinu á þessum árum, svo margir eiga góðar minningar því tengdar,“ segir Þorgerður sem hefur stjórnað kórnum óslitið í þessa hálfu öld. Hún rifjar upp fyrstu æfingu kórsins en þangað mættu um 20 stúlkur en strákarnir voru færri.

„Meðal strákanna var bara einn tenór svo það var alls ekki alveg jafnvægi í röddunum. Hópurinn náði strax saman í söngnum og við urðum öll góðir vinir. Þannig hefur þetta haldist allar götur síðan, vináttan er dýrmæt. Og margir af kórfélögum hafa svo haldið áfram í tónlistinni og skapað sér þar nafn.“

Kórstarfið í Hamrahlíð hefur jafnan vakið eftirtekt og haldið nafni skólans hátt á lofti. Kórarnir eru í rauninni tveir; annars vegar Kór Menntaskólans við Hamrahlíð, sem er skipaður nemendum á hverjum tíma, og hins vegar Hamrahlíðarkórinn þar sem eru nemendur á lokaári og svo þeir sem eru útskrifaðir. Hamrahlíðarkórarnir hafa haldið tónleika um allt Ísland og unnið marga sigra á tónleikum og hátíðum víða um heim.

„Endurnýjunin er hröð. Í haust komu 32 nýnemar til okkar og ég segi stundum að kórarnir séu í raun jafn margir og starfsárin. Fimmtíu kórar samanlagt,“ segir Þorgerður sem hefur fengið marga góða listamenn til liðs við sig síðustu hálfa öldina.

Fimmtíu kórar samanlagt

Litríkur hópur á æfingu í Menntaskólanum í Hamrahlíðinni í vikunni ...
Litríkur hópur á æfingu í Menntaskólanum í Hamrahlíðinni í vikunni fyrir afmælisfagnað kórfélaga sem verður í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon


Fjölmörg tónskáld hafa samið verk fyrir Þorgerði og kórana og eru verkin orðin yfir 100 talsins. Ótal upptökur með kórunum hafa verið gerðar, bæði fyrir útvarp og sjónvarp innanlands sem utan. Þrjár hljómplötur hafa verið gefnar út með söng kóranna ásamt tíu geisladiskum og tveir diskar eru væntanlegir innan skamms, ný plata Bjarkar Guðmundsdóttur og diskur með tónlist Daníels Bjarnasonar þar sem kórarnir syngja verk hans, The Isle is Full of Noises.

„Algjörlega einstakur kór“

Á liðnu sumri fór Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar í tónleikaferð til Skotlands, var fulltrúi Íslands á Aberdeen International Youth Festival og hélt 10 tónleika. Þetta var 45. tónleikaferð Hamrahlíðarkóranna til útlanda en þeir hafa heimsótt 25 þjóðlönd og hvarvetna gert góða lukku.

Kórarnir hafa jafnframt átt farsælt samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands allt frá árinu 1975 og hafa flutt 19 tónverk með hljómsveitinni. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga en svo það nýjasta sé tiltekið þá fluttu kórarnir 5. október síðastliðinn Sálmasinfóníu Stravinskys ásamt SÍ undir stjórn Daníels Bjarnasonar í Eldborgarsalnum í tónlistarhúsinu Hörpu.

„Þetta er algjörlega einstakur kór og það sem Þorgerður Ingólfsdóttir hefur byggt upp er ómetanlegt og einstakt. Það er stórkostlegt að vinna með þessum krökkum,“ sagði Daníel í viðtali í Morgunblaðið sem birtist fyrr í þessum mánuði. Gerði hann þar að sérstöku umtalsefni hinn tæra hljóm sem kórinn hefði – og hentaði vel í ýmiskonar tónlist og verkefnum.

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburða að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótar hreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökul á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Viðhald fasteigna
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...