Aukning í innanlandsflugi

Lítilleg aukning er í fjölda farþega í innanlandsflugi á milli …
Lítilleg aukning er í fjölda farþega í innanlandsflugi á milli ára. Kristján Kristjánsson

Á fyrri helmingi ársins nýttu um 385 þúsund manns sér ferðir um innanlandsflugvelli landsins og fjölgaði þeim um fjórtán þúsund frá fyrri helmingi síðasta árs. Hlutfallslega var aukningin mest á Akureyri en samdráttur mestur á Húsavík og í Vestmannaeyjum. Túristi greinir frá. 

Reykjavíkurflugvöllur stóð undir rúmlega helmingi farþegafjöldans og jókst umferð um flugvöllinn lítillega á milli ára. Þar fjölgaði ferðum um alls 2,3% fyrstu sex mánuði ársins en á landsvísu nam aukningin 3,5%. 

Til samanburðar fjölgaði farþegum um Keflavíkurflugvöll um 40% á sama tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert