Bryggjuhverfi á teikniborðinu

Bryggjuhverfi vestur er hér sýnt með grænum lit fyrir miðju. ...
Bryggjuhverfi vestur er hér sýnt með grænum lit fyrir miðju. Sementstankarnir verða áberandi í hverfinu. Hægra megin er vestasti hlutinúverandi Bryggjuhverfis og vinstra megin má sjá útlínur að nýjum áfanga Bryggjuhverfisins, sem rísa mun á landfyllingum þegar tímar líða. Tölvumynd/Arkís

Reykjavíkurborg er byrjuð að úthluta lóðum í nýju Bryggjuhverfi í Elliðavogi sem enn er á teikniborðinu. Gert er ráð fyrir allt að 850 íbúðum í þessu nýja hverfi. Hverfið ber vinnuheitið Bryggjuhverfi vestur og verður þar sem athafnasvæði Björgunar ehf. er nú á Sævarhöfða. Björgun á samkvæmt samningum að rýma svæðið eigi síðar en í maí 2019. Þau mannvirki sem eru á lóðinni munu víkja fyrir utan sementstankar tveir sem eru syðst á svæðinu og setja mikinn svip á það.

Á fundi borgarráðs 12. október sl. var lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Bjargi hses. (byggingarfélagi verkalýðsfélaga) vilyrði fyrir byggingarrétti á um 30 íbúðum í hinu nýja hverfi. Einnig var óskað eftir að borgarráð samþykkti að veita Búseta húsnæðissamvinnufélagi vilyrði fyrir byggingarrétti á markaðsverði á um 35 íbúðum í tveimur húsum í hverfinu. Lóðavilyrðin eru veitt með nokkrum skilyrðum, m.a. að deiliskipulag um lóðina fáist samþykkt og samningaviðræðum Faxaflóahafna og Reykjavíkurborgar um kaup borgarinnar á landinu ljúki með samkomulagi. Borgarráð samþykkti tillögurnar.

Landfylling út í sjó

Nýlega voru kynnt drög að tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 10. október 2017, sem unnin er af Arkís, Verkís og Landslagi, vegna gerðar deiliskipulags fyrir Bryggjuhverfi vestur. Svæðið er að mestu á núverandi landfyllingu og afmarkast af núverandi Bryggjuhverfi til austurs, Ártúnshöfða til suðurs og sjó til norðurs og vesturs. Til norðurs snýr deiliskipulagssvæðið til sjávar, en gert er ráð fyrir að núverandi landfylling stækki út í sjó. Til vesturs er fyrirhuguð frekari landfylling í rammaskipulagi Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Landfyllingin verður 25.000 fermetrar og hefur verið samið við Björgun um að sjá um gerð hennar. Þegar því verki lýkur verður ný íbúðarbyggð skipulögð á henni.

Bryggjuhverfi vestur er fyrsti deiliskipulagsáfanginn sem unninn er á grunni rammaskipulags Elliðaárvogs og Ártúnshöfða, sem byggist á áherslum aðalskipulags Reykjavíkur. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir að 90% allra nýrra íbúða, sem reistar verða á skipulagstímabilinu, rísi innan núverandi þéttbýlismarka.

Fallegt útsýni yfir Sundin verður frá nýja hverfinu.
Fallegt útsýni yfir Sundin verður frá nýja hverfinu. mbl.is/Eggert

Landslag við voginn og Ártúnshöfða hefur tekið verulegum breytingum af mannavöldum síðustu 50 ár að því er fram kemur í kynningu á hinu nýja deiliskipulagi. Geirsnef fyllti nánast út í voginn þegar umframefni og úrgangi var komið þar fyrir og ós Elliðaánna færðist um einn kílómetra til norðurs. Einnig var fyllt upp vestan og norðan með Ártúnshöfða til aðstöðusköpunar fyrir iðnfyrirtæki og vinnslu jarðefna.

Byggðamynstur Bryggjuhverfis II verður þriggja til fimm hæða randbyggð þar sem samfelld húsaröð í jaðri lóðar upp við götu umlykur húsagarð. Inngarðar verða að mestu leyti ofan á bílgeymslum og skulu að mestu vera bílastæðafríir. Bryggjutorg verður helsti samkomustaður hverfisins, en umhverfis torgið er gert ráð fyrir að blöndun verslunar, þjónustu, skóla og íbúðarhúsnæðis skapi vettvang mannlífs og menningar innan hverfisins. Bryggjutorg tengist fyrirhuguðu Krossmýrartorgi um Breiðhöfða og almenningsrýmum við strönd til norðurs.

„Elliðaárvogur er einn veðursælasti staðurinn í Reykjavík. Þar gætir ekki norðanstrengs og Ártúnshöfðinn skýlir fyrir suðaustanátt. Á landfyllingum neðan höfðans felast tækifæri í nálægð við sjóinn og sundin blá auk greiðra tenginga við útivistarleiðir og ríka náttúru í Grafarvogi og Elliðaárdal,“ segir í kynningu.

Núverandi Bryggjuhverfi er byggt á deiliskipulagi frá 1997, með síðari breytingum. Hverfið er að mestu á landfyllingu í mynni Grafarvogs norðanundir Ártúnshöfða. Byggðin hefur sterkan heildarsvip bryggjuhverfis. Björgun ehf. fékk Björn Ólafs, arkitekt í París, til að annast deiliskipulag og að hluta til hönnun húsa í hverfinu. Fyrstu húsin í Bryggjuhverfinu risu árið 1998.

Hverfið hefur liðið fyrir það að hlé varð á uppbyggingu þess þar til á allra síðustu árum. Að auki var það einangrað frá nágrannahverfum og fulllítið til að vera sjálfbært hvað varðar verslun og þjónustu. Með stækkun Bryggjuhverfisins á næstu árum verður breyting hér á.

Innlent »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

Í gær, 18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

Í gær, 18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

Í gær, 18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

Í gær, 17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

Í gær, 17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

Í gær, 16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

Í gær, 16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

Í gær, 17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

Í gær, 16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

Í gær, 16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Listakonan í fjörunni
Til sölu stytta eftir Elísabetu Geirmundsdóttur frá Akureyri, sem gekk ævinlega ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og gö...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...