Freyja stefnir Barnaverndarstofu

Freyja Haraldsdóttir.
Freyja Haraldsdóttir.

Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast varanlegt fósturforeldri.

Hún telur að brotið hafi verið á mannréttindum sínum, að því er kemur fram í Fréttablaðinu í dag.

Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að ósk hennar um að gerast fósturforeldri hafi verið hafnað af Barnaverndarstofu. Synjuninni var skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála og staðfesti hún synjun stofnunarinnar.

Freyja lagði fram frumvarp árið 2015 um bann við mismunun og réttindi fatlaðs fólks. Einnig barðist hún fyrir innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk.

Í samtali við Fréttablaðið segist Bragi ekki geta rætt ástæður þess að Barnaverndarstofa synjaði ósk Freyju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert