Handtekinn ölvaður við Stigahlíð

mbl.is/Ófeigur

Ölvaður maður var handtekinn upp úr klukkan 18.30 í gærkvöldi eftir að hann hafði komist inn í húsnæði við Stigahlíð.

Maðurinn var handtekinn grunaður um húsbrot og vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Um áttaleytið í gærkvöldi voru afskipti höfð af ökumanni bifreiðar við Dalshraun. Hann er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna, að því er segir í dagbók lögreglunnar.

Tvær ungar konur voru handteknar við Spöngina um hálfeittleytið í nótt grunaðar um akstur undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna. Konurnar voru vistaðar í fangageymslu lögreglu.

Laust fyrir klukkan eitt í nótt voru afskipti höfð af þremur aðilum í bifreið við Skeifuna.  Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Í bifreiðinni fannst þýfi og ætluð fíkniefni og voru aðilarnir þrír vistaðir í fangageymslu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert