Hjúkrunarfræðideild á þolmörkum

Herdís Sveinsdóttir.
Herdís Sveinsdóttir. mbl.is/Þórður

„Við erum gjörsamlega komin að þolmörkum hvað varðar fjölda nemenda sem við tökum inn en þeir eru 120 núna. Í þessu samhengi skiptir auðvitað námspláss á spítalanum máli þar sem að klínísk kennsla er mjög mikilvæg fyrir hjúkrunarfræðinema,“ segir Herdís Sveinsdóttir, forseti hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. 

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis um hjúkrunarfræðinga sem birt var í gær segir að skortur á klínískum plássum á heilbrigðisstofnunum landsins takmarki möguleika háskólanna til að fjölga nemum í hjúkrunarfræði. Þar segir jafnframt að fjöldi nemenda ráðist einkum af möguleikum heilbrigðisstofnana til að taka á móti nemum og handleiða þá en klínísk kennsla hafir að mestu leyti verið í höndum starfandi hjúkrunarfræðinga. Ónóg mönnun og mikið álag hefur staðið í vegi fyrir því að stofnanir eða einstakar deildir þeirra geti tekið á móti nemum en þessir þættir geta einnig haft mikil áhrif á gæði kennslunnar því að hún bætist ofan á daglegar starfsskyldur þeirra sem sinna henni.

„Við höfum staðið að uppbyggingu á prógrammi til að mennta hjúkrunarfræðinga á klínískum sérsviðum hjúkrunar til þess að taka á móti nemendum. Það er náttúrulega mjög mikið af hæfum hjúkrunarfræðingum sem starfa á spítölunum en það kemur nú fram í skýrslunni að álagið á þeim er mjög mikið og þeir hafa verið að hlaupa til annarra starfa þannig að okkur vantar kennara í klínísku kennsluna. Það er alltaf verið að auka álag á starfandi hjúkrunarfræðinga því þeir eru með nemendur undir sinni umsjá liggur við að verða allt árið sem er auka álag og við erum í erfiðri aðstöðu hvað þetta allt saman varðar,“ segir Herdís. 

Landspítali háskólasjúkrahús í Fossvogi.
Landspítali háskólasjúkrahús í Fossvogi. Ómar Óskarsson

Ranglega flokkuð í reiknilíkani

Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir jafnframt að háskólarnir eigi erfitt með að bregðast við samfélagslegri þörf fyrir fjölgun hjúkrunarfræðinga þar sem að þeir eiga ekki rétt á auknu framlagi fari fjöldi ársnema umfram forsendur fjárlaga. 

Allt frá árinu 1992 þegar reiknilíkan menntamálaráðuneytisins var tekið upp hefur hjúkrunarfræðinám verið ranglega flokkað í líkaninu. „Þetta hefur verið svona frá 1992 og það er rakið í skýrslunni, á þeim tíma var ég nú líka í forsvari hérna í deildinni og þá mótmæltum við þessari flokkun mjög mikið af því að það var ekki gert ráð fyrir klínískri kennslu úti á deildum. Það hefur vægt til orða tekið gengið mjög hægt að fá leiðréttingar á því hjá menntamálaráðuneytinu,“ segir Herdís.

„Þetta þýðir að fjármagnið sem við höfum til að reka stóru námskeiðin er mjög takmarkað ef við viljum vera með einhverja fjölbreytni í kennslunni. Ef við tökum bara sem dæmi erfitt fag eins og lífeðlisfræði sem er algjört grundvallarfag og leggur grunninn að því að hjúkrunarfræðingar geti metið líkamlegt ástand sjúklinga þá er hægt kenna það á margvíslegan máta með ýmsum tölvulíkönum og verklegum æfingum en okkur skortir fé til að geta stuðst við þær kennsluaðferðir. Fjármagnið fyrir hverja einingu sem við fáum er svo lágt þannig að við endum með þetta að miklu leyti í fyrirlestraformi en það er algjörlega gegn okkar eigin stefnu og stefnu háskólans.“

„Í hjúkrunarfræðideildinni erum við náttúrulega að kenna ungu fólki að vinna með sjúklingum og það skiptir gífurlega miklu máli að það sé hægt að kenna nemendum í litlum hópum þannig að við getum tengt saman klíníkina, einstaklinginn og sjúklinginn við það sem er verið að gera í kennslustofunni. Það er mjög mikilvægt að geta gert það í kennslustofunni en þegar við erum með 120 manns þá er það mjög erfitt. Við þurfum að geta skipt hópnum niður í smærri einingar til að geta haft umræðuhópa og þess háttar en við höfum einfaldlega enga peninga í það.“

Breytt skipulag minnkar aðsókn

Skipulagi hjúkrunarfræðideildarinnar var breytt fyrir tveimur árum á þá leið að svokölluð samkeppnispróf, sem áður voru kölluð klásus, voru felld niður en í dag þurfa stúdentar að taka svokölluð A-próf sem eru inntökupróf í deildina. „Við höfum fjölgað þeim sem við tökum inn en staðreyndin er hins vegar sú að eftir að við tókum A-prófin upp hefur dregið aðeins úr aðsókninni í deildina þannig að það er eins og að stúdentar virðist vera smeykir við inntökuprófin en gamla fyrirkomulagið þótti ekki gott og var kostnaðarsamt þar sem stór hópur ungs fólks eyddi heilu misseri í námskeiðum en féll síðan úr námi um áramótin,“ segir Herdís. 

mbl.is

Innlent »

Éljagangur norðan- og austantil

10:20 Ekkert lát virðist vera á norðanáttinni hér á landi og meðfylgjandi köldu veðri. Í dag er útlit fyrir að vindur verði nokkuð hægur og að áfram verði éljagangur norðan- og austantil á landinu. Sunnan- og vestanlands verður hins vegar að mestu þurrt og bjart með köflum. Meira »

Skilur við fortíðina

10:10 Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur, Utopia, kemur út 24. nóvember. Platan er óður til ástarinnar og bjartsýninnar. Björk segir hana marka nýjan kafla í lífi hennar eftir uppgjör við skilnað sinn fyrir nokkrum árum. Björk opnar sig og segir frá valdníðslu og áreitni fyrir átján árum. Meira »

Hætt kominn vegna fíkniefnaleka

09:57 Íslenskur karlmaður var nýverið hætt kominn þegar að pakkning með fíkniefnum sem hann hafði komið fyrir innvortis fór að leka. „Maðurinn var fluttur með hraði á Landspítala þar sem gerð var á honum aðgerð sem án vafa hefur bjargað lífi hans,“ að því er segir í fréttatilkynningu frá lögreglu. Meira »

Fluttur á sjúkrahús vegna ammoníaksleka

09:18 Einn var fluttur undir læknishendur í vikunni eftir að ammoníaksleki varð í vinnslusal frystihúss í Grindavík. Ástæðu lekans má rekja til ammoníaksrörs í frystisamstæðu í vinnslusal frystihússins sem rofnaði. Starfsmaður hafði sett lítið plastskurðarbretti upp við hlið samstæðunnar sem olli því að rörið fór í sundur. Meira »

Ökumaður í vímu ók á rútu

08:53 Ökumaður fólksbifreiðar og farþegi í henni sluppu með skrekkinn þegar bílnum var ekið inn í framanverða hliðina á rútu á Reykjanesbraut nú í vikunni. Hugðist ökumaðurinn aka fram úr rútunni, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar á Suðurnesjum, en ók þess í stað á hana. Meira »

Grenitréð skreytt 36 dögum fyrir jól

08:18 Í gær var unnið að því hörðum höndum að skreyta fagurlega myndað grenitréð í Smáralind og ljá því jólasvip.  Meira »

Leitað að þeim sem áttu bætur

07:57 Alþingi var óheimilt að skerða atvinnuleysisbótarétt þeirra sem þegar höfðu virkjað rétt sinn fyrir 1. janúar 2015. Þetta kom fram í dómi Hæstaréttar 1. júní sl. um styttingu á bótatímabili atvinnuleysistrygginga úr 36 mánuðum í 30 mánuði. Meira »

Ræddu örlög bankakerfisins

08:15 Í endurriti af símtali Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, og Geirs H. Haarde forsætisráðherra, sem átti sér stað 6. október 2008, má sjá að í fyrri samskiptum þeirra hafi forsætisráðherra lagt á það áherslu að allra leiða yrði leitað til að bjarga Kaupþingi frá gjaldþroti. Meira »

Vatnslekar í heimahúsum í miðbænum

07:55 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í tvígang í miðborg Reykjavíkur vegna vatnsleka í heimahúsum í nótt.  Meira »

Skjálfti af stærðinni 3,4 við Siglufjörð

07:40 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 varð í nágrenni Siglufjarðar um klukkan eitt í nótt. Skjálftinn varð um 11 km norðvestur af Siglufirði að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Fjórir í fangageymslum vegna ölvunar

07:21 Nokkur erill var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og handtók hún m.a. sjö einstaklinga í vegna ölvunar- og fíkniefnaaksturs. Voru þeir allir látnir lausir að lokinni blóðsýnatöku. Meira »

Jólatörnin hjá hárgreiðslufólki er hafin

05:30 Útvarps- og hárgreiðslumaðurinn Svavar Örn Svavarsson segir að jólatörnin sé þegar hafin hjá hárgreiðslufólki og segir að bókanir hafi hrúgast inn að undanförnu. Meira »

„Það vissi enginn hvað var í gangi“

05:30 „Við erum með þjónusturekstur og ég sé ekki að þetta fari saman,“ segir Sæunn Kjartansdóttir, hárgreiðslukona á Klipphúsinu að Bíldshöfða 18. Meira »

Margnota pokar í boði á Vestfjörðum

05:30 Verslanir á sunnanverðum Vestfjörðum eru farnar að bjóða upp á margnota poka. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem hefur verið nefnt Boomerang og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heiminum. Meira »

Skipta út tveimur stöðvum

05:30 Kynnt hefur verið áætlun um að breyta skipulagi í Þykkvabæ þannig að Biokraft ehf. geti sett upp tvær nýjar vindrafstöðvar í stað þeirra sem þar eru fyrir. Önnur eldri rafstöðin eyðilagðist í bruna í sumar. Meira »

Skylda að gera áhættumat og aðgerðaáætlun

05:30 „Það er lagaleg skylda að gera áhættumat sem snýr að andlegum og félagslegum þáttum á vinnustað.  Meira »

11 ráðherra stjórn

05:30 Ráðherrar í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verða ellefu talsins, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fimm ráðherrastólar koma í hlut Sjálfstæðisflokksins, þrír í hlut VG og þrír ráðherrastólar koma í hlut Framsóknarflokksins. Meira »

Starfsmenn Alþingis önnum kafnir

05:30 Starfsfólk Alþingis situr ekki auðum höndum þótt þingið sé ekki að störfum þessa dagana. Mikill erill er í þinghúsinu á hverjum degi að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirlyggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLIÐI ...
Skrautlistar
Erum með skrautlista smíðu yfir rör og það sem þarf að loka smíðum í gömul ...
Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
 
Aflaheimildir
Tilkynningar
Auglýsing eftir umsóknum um afla...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...