Kerlingabækur og kaffibollaþvaður

Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Öxur skipuleggja Kerlingabækur, málþing Bókabæjanna ...
Harpa Rún Kristjánsdóttir og Jón Öxur skipuleggja Kerlingabækur, málþing Bókabæjanna austanfjalls í ár, og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá, kaffibolla og konfekt. Ljósmynd/Vala Guðlaug Jónsdóttir

Trakteringarnar í Tryggvaskála verða ekki af verri sortinni í kvöld. Kerlingabækur og kaffibollaþvaður, gjörið þið svo vel. Hvað geta bókaunnendur beðið um meira? Þeim Hörpu Rún Kristjánsdóttur bókmenntafræðingi og Jóni Öxuri íslenskukennara, skipuleggjendum stærsta árlega viðburðar Bókabæjanna austanfjalls, er að minnsta kosti svara vant. Enda eru þau himinlifandi yfir því sem borið verður á borð fyrir gesti málþingsins Kerlingabækur, í fyrrnefndum Tryggvaskála á Selfossi.

„Guðrún frá Lundi verður aðalstjarnan,“ upplýsir Harpa Rún og heldur áfram: „Hugmyndin kviknaði af því að hún hefur verið metsöluhöfundur undanfarin ár, rétt eins og hún var í lifanda lífi. Mér fannst alltaf jafn fyndið þegar ég vann í Bókakaffi hérna á Selfossi og fólk bað um nýju bókina hennar Guðrúnar frá Lundi líkt og hún væri sprelllifandi og enn að, en hún lést 1975. Út frá þessu fórum að vinna með bókmenntir kvenna í stærra samhengi.“

Fyrst á dagskrá er erindi Dagnýjar Kristjánsdóttur prófessors um hugtakið kerlingabækur og almennt um kvennabókmenntir. Harpa Rún rifjar upp að hugtakið sé raunar sprottið frá Guðrúnu sjálfri, en frægt varð þegar hún af einskærri hógværð sagði einhverju sinni í viðtali „...að kerling eins og hún ætti ekki að skrifa svona mikið“.

Pirraðir karlar

„Karlkyns gagnrýnendur töluðu niðrandi um bækur hennar og fleiri skáldkvenna. Þeir kölluðu þær kerlingabækur og kaffibollaþvaður og voru óttalega pirraðir yfir hversu vel þær seldust og voru mikið lesnar.“

Næsti dagskrárliður er einnig helgaður Guðrúnu, því Birgir Dýrfjörð mun segja frá æskuminningum sínum henni tengdum. „Birgir er ættaður úr sömu sveit, en hann er tengdapabbi konu sem var með okkur í stjórn Bókabæjanna og hafði heyrt hann segja skemmtilega frá skáldkonunni. Okkur fannst forvitnilegt að fá mann sem hvorki væri fræðimaður né hefði stúderað bækur hennar til að segja frá hvernig hún kom barninu fyrir sjónir.“

Þegar Guðrún frá Lundi hverfur af sviðinu stígur söngvaskáldið Hera Hjartardóttir fram og flytur frumsamin lög. „Hera er tveggja heima kona; býr bæði á Íslandi og Nýja-Sjálandi, og hefur verið mín uppáhaldssöngkona frá því ég var krakki. Hún syngur meðal annars and-ástarsöngva eins og hún kallar sum lögin sín, sem fjalla yfirleitt um hana sjálfa eða bara konur almennt. Hún varð þekkt á Íslandi þegar hún hóf að skrifast á við íslensku hefðina,“ segir Harpa Rún og vísar til þess að Hera samdi svar stúlkunnar sem Bubbi söng um í Stúlkan sem starði á hafið.

Ekki þótti annað við hæfi en fá skáld úr héraði til að segja frá ferli sínum og lesa úr völdum verkum. Harpa Rún og Jón voru sammála um að Guðrún Eva Mínervudóttir væri góður fulltrúi. „Kannski les hún úr nýju verki, eða eldri verkum sínum, við bíðum bara spennt,“ segir Harpa Rún.

Vertu svona kona

Á eftir Guðrúnu Evu treður ljóðahópurinn Svikaskáldin upp og telur Harpa Rún næsta víst að konurnar sem hópinn skipa komi á óvart. „Með Svikaskáldunum langaði okkur að fá ferskar og ungar raddir sem mótvægi við Guðrúnu frá Lundi og hennar sögusvið.“

Í lokin fá gestir að berja augum brot úr leikritinu Vertu svona kona í leikstjórn Guðfinnu Gunnarsdóttur og uppfærslu Leikfélags Selfoss. „Leikritið verður frumsýnt í næsta mánuði. Það eina sem ég veit er að það er byggt á mörgum sögum eftir Margaret Atwood, sem skrifaði meðal annars Sögu þernunnar, og að konur í leikfélaginu skrifuðu og þýddu verkið,“ segir Harpa Rún og tekur fram að með kaffibollaþvaðrinu verði boðið upp á konfekt og allir séu velkomnir.

Bókabæirnir austanfjalls standa að málþinginu Kerlingabækur í Tryggvaskála kl. 20 í kvöld, fimmtudagskvöldið 19. október. Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Innlent »

Sáu blágrænt ljós þjóta yfir himininn

12:50 Íbúar á Breiðdalsvík sáu blágrænt ljós á himni mikilli ferð yfir bænum á þriðjudag. Hrafnkell Hannesson var einn þeirra íbúa sem varð var við ljósaganginn. Hann var staddur í Kaupfélaginu þegar ljósið fór yfir. Þaðan sem við sátum virtist ljósið vera mjög nálægt,“ segir hann. Meira »

Geir segist virða niðurstöðuna

12:30 Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, segist virða niðurstöðu Mannréttindadómstólsins, sem komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hafi ekki gerst brotlegt við ákvæði í Mannréttindasáttmála Evrópu með dómi Landsdóms í apríl 2012 gegn Geir. Meira »

Búið að opna yfir Skeiðarársand

12:08 Búið er að opna veginn um Skeiðarársand, en enn er þó óveður á svæðinu. Fyrr í morgun var opnað fyrir um­ferð und­ir Eyja­fjöll­um og eins frá Freys­nesi að Höfn. Hætta er þó á að það loki aftur undir Eyjafjöllum í dag og eins eru líkur á að Holtavörðuheiði lokist um miðjan dag Meira »

Telur Geir í raun ekki hafa tapað

12:04 „Dapurlegt þykir mér vera hlutskipti Mannréttindadómstólsins í Strasbourg og hann setja mjög niður með þessum úrskurði sínum um að pólitísk réttarhöld hafi verið í góðu lagi. Nánast hlægilegt er að lesa það í dómsorðinu að atkvæðareiðslan á Alþingi um að stefna Geir fyrir landsdóm hafi ekki verið pólitísk!“ Meira »

„Dómgreindin er til umhugsunar“

11:59 Ragnar Önundarson hefur skrifað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, opið bréf á Facebook þar sem hann ræðir m.a. áfram um prófílmynd hennar í samhengi við ásýnd Sjálfstæðisflokksins. Þar segir hann að myndin hafi ekki verið aðalatriðið heldur sé dómgreindin til umhugsunar. Meira »

Veittust að barni í bíl

11:22 Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir í miðborg Reykjavíkur í gær vegna gruns um að hafa veist að fjögurra ára dreng. Barnið sat í aftursæti bíls sem móðir hans ók er árásin átti sér stað. Meira »

Þórhildur kjörin þingflokksformaður

11:06 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata, en kosið var í stjórn þingflokksins á þingflokksfundi í vikunni. Helgi Hrafn Gunnarsson var kjörinn varaþingflokksformaður og Jón Þór Ólafsson er ritari þingflokks. Meira »

Spá í að „hengja upp skíthælana“

11:07 Fjölgun tilfella þar sem brotið er á vinnuverndarlöggjöf og kjarasamningum hefur haldist í hendur við þann uppgang átt hefur sér stað í íslensku samfélagi síðustu misseri. Á þetta sérstaklega við í bygginga- og mannvirkjagerð þar sem oft er brotið á réttindum starfsfólks með víðtækum hætti. Meira »

Opnað fyrir umferð undir Eyjafjöllum

10:44 Búið er að opna vegi fyrir umferð undir Eyjafjöllum og eins frá Freysnesi að Höfn, en enn er lokað á Skeiðarársandi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Óvíst er hvort unnt verður að opna um Skeiðarársand og Öræfasveit fyrr en um miðjan dag. Meira »

Farþegarnir héldu á hótel

10:43 Fjöldahjálparmiðstöð Rauða krossins á Egilsstöðum var lokað í gærkvöldi eftir að farþegar rútunnar sem lenti í árekstri við snjóplóg í Víðidal á Fjöllum höfðu fengið afgreiðslu sinna mála. Meiðsli ferðamannanna voru minniháttar. Meira »

Fer fram á 4-5 ára fangelsi yfir Sveini

10:18 Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni fer fram á fjögurra til fimm ára fangelsi yfir honum.  Meira »

25% orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi

09:14 Fjórðungur landsmanna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi á einhverjum tímapunkti, samkvæmt niðurstöðum úr nýrri könnun Gallup. Er hlutfall þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni töluvert hærra en karla, eða 45%, á móti 15%. Meira »

Ríkið sýknað í landsdómsmáli

09:03 Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp þann dóm í dag að íslenska ríkið hefði ekki brotið gegn Mannréttindasáttmála Evrópu þegar Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, var dæmdur í landsdómi í apríl 2012. Meira »

„Fjöldafátækt“ meðal aldraðra

08:18 „Helsta niðurstaða rannsóknarinnar er að það hlutfall þjóðartekna sem rennur til aldraðra sem eftirlaun er 2-2,5% lægra hér á landi en meðaltal OECD-ríkjanna. Meira »

Ósætti vegna fjarveru Erlings með landsliðinu

07:54 Klofningur virðist vera kominn upp í Vestmannaeyjum hvað varðar Erling Richardsson, skólastjóra grunnskóla Vestmannaeyjarbæjar, vegna þess að hann sinnir einnig starfi landsliðsþjálfara Hollands í handknattleik. Meira »

54 vilja í skrifstofustjórann

09:01 54 sóttu um stöðu skrifstofustjóra menningarmála sem menningar- og ferðamálasvið Reykjavíkurborgar auglýsti lausa til umsóknar í byrjun nóvember. Meðal umsækjenda eru Karl Pétur Jónsson, aðstoðarmaður Þorsteins Víglundssonar félagsmálaráðherra, og Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður Norðurlandahússins í Færeyjum. Meira »

Tengsl milli jöklabráðnunar og eldgosa

07:57 Vísbendingar eru um að tengsl geti verið á milli jöklabreytinga og eldgosa í Öræfajökli. Dr. Hjalti J. Guðmundsson, landfræðingur og skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg, skrifaði á sínum tíma doktorsritgerð um jöklabreytingar og gjóskulagafræði Öræfasveitar á nútíma. Meira »

Losuðu bíla sem voru fastir á Fagradal

07:52 Engin útköll voru hjá björgunarsveitum í nótt, en óskað var eftir aðstoð björgunarveitar á Austurlandi rétt fyrir klukkan sex í morgun til að losa bíla sem fastir voru á Fagradal til að snjóruðningstæki gætu komist rutt leiðina. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

peningaskápur eldtraustur með nýjum talnalás
peningaskápur til sölu kr.48000,- uppl. 8691204 Br=58cm Hæð99 Dýpt 67 ...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Sendibílaþjónustan Skutla. Sími 867-1234
Tökum að okkur allrahanda sendibílaþjónustu á sanngjörnu verði. Sjá nánar á www....
 
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur Aðalfundur Vör...
L helgafell 6017112219 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017112219 HogV IV/V M...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...