„Nenni ekki að sitja undir svona bulli“

Fundarmenn og gestir á fundinum í dag.
Fundarmenn og gestir á fundinum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gekk af fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þegar hann fékk svar við spurningu sinni til lögmanns Stundarinnar, Sigríðar Rutar Júlíusdóttur.

Vilhjálmur spurði eitthvað á þá leið hvort það væri álit lögmannsins að réttur blaðamanna til tjáningar trompaði öll lagaákvæði um þagnarskyldu sem finna mætti í íslenskum lögum, og bætti við að slík ákvæði væru 142 talsins í íslenskum lögum.

Sigríður Rut, svaraði spurningu Vilhjálms játandi, og lét þar við sitja. „Þá er ég farinn. Ég nenni ekki að sitja undir svona bulli,“ sagði Vilhjálmur sem stóð að svo búnu upp, tók saman föggur sínar og gekk út, brosandi út í annað.  Samflokksmaður Vilhjálms, Birgir Ármannsson, skaut inn í að Vilhjálmur væri á leið á annan fund.

Fundur nefndarinnar stendur enn yfir en með honum má fylgjast í beinni útsendingu á vef Alþingis.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert