Ræða framtíð Laugardalsvallar

Laugardalsvöllur og nágrenni.
Laugardalsvöllur og nágrenni. mbl.is/Árni Sæberg

Á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun var samþykkt að halda áfram undirbúningsvinnu að stækkun Laugardalsvallar. Að sögn Sigurðar Más Jónssonar upplýsingafulltrúa var rætt um að setja á fót starfshóp og um leið tryggja að engin töf yrði á framgang verkefnisins. Engar ákvarðanir hafi hins vegar verið teknar um uppbyggingu. Það falli í skaut næstu ríkisstjórnar.

KSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í höfuðstövðum sínum núna klukkan þrjú í dag, fimmtudag. Yfirskrift fundarins er „Framtíð Laugardalsvallar“. Þar verða kynntar betur þær hugmyndir sem KSÍ hefur um framtíð vallarins.

Frétt mbl.is: Yfirbyggður völlur raunhæfur á 2-3 árum

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert