Segir öruggum tryggingum fórnað

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. mbl.is/Eggert

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, hefur ítrekað orð sín um að svissneska leiðin sem Framsóknarflokkurinn hefur boðað í húsnæðismálum sé „galin leið“.

Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, varaformann Framsóknarflokksins, í Morgunútvarpi Rásar 2 í morgun um þetta kosningaloforð flokksins. Þar talaði hún um fund Gylfa með Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins, um svissnesku leiðina. Gylfi segir aftur á móti að Lilja hafi ekki verið á fundinum og því vart til frásagnar.

Gylfi segir að það leysi ekki vanda ungs fólks að taka út iðgjöld í formi vaxtalauss láns og setja það á 1. veðrétt.

„Framsóknarmenn hafa enga hugmynd um hvar ungt fólk á að fá síðustu 20% kaupverðs, þ.e. umfram þau 80% sem lánastofnanir lána til fasteignakaupa,“ skrifar Gylfi á Facebook-síðu sína.

„Að fara þessa leið þeirra og fórna öruggum tryggingum fjölskyldunnar er enn að mínu mati galin leið!“ skrifar hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert