Sífellt fleiri fastir í foreldrahúsum

. Skortur er á húsnæði. Horft yfir Grafarvogshverfi í Reykjavík.
. Skortur er á húsnæði. Horft yfir Grafarvogshverfi í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Um 20 þúsund manns á aldrinum 20-29 ára búa í foreldrahúsum hér á landi um þessar mundir. Hefur fjölgað hratt í þessum hópi undanfarið.

Tiltölulega stórir árgangar ungs fólks hafa komið inn á fasteignamarkaðinn á undanförnum árum. Á sama tíma hafa nýbyggingar ekki verið færri síðan á sjötta áratugnum.

Ofan á hæga uppbyggingu hefur bæst aukin skammtímaleiga íbúða til ferðamanna. Á Húsnæðisþingi í byrjun vikunnar kom fram að um 1,2% íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafa verið í leigu á Airbnb í 180 daga eða fleiri síðasta árið. Á landsbyggðinni er vandinn gjarnan sá að markaðsverð húsnæðis er undir byggingarkostnaði.

Fjöldi íbúa á hverja íbúð hér á landi hefur aukist undanfarin ár á meðan þeim hefur farið fækkandi annars staðar á Norðurlöndum. Í dag eru um 2,5 íbúar í hverri íbúð á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum eru um 2 íbúar í hverri íbúð.

Sigrún Ásta Magnúsdóttir, verkefnisstjóri hjá Íbúðalánasjóði, greindi frá því að flest sveitarfélög á landinu ynnu nú að gerð húsnæðisáætlana í samstarfi við Íbúðalánasjóð. Markmiðið með húsnæðisáætlunum sé að tryggja að fjölgun íbúða í einstökum sveitarfélögum og á landinu öllu sé í takt við mannfjöldaspár og breyttar fjölskyldugerðir.

Sagði Sigrún að 48 sveitarfélög hefðu hafið vinnu við húsnæðisáætlun og eru 15 þeirra ýmist langt komin eða hafa birt áætlun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert