Stormur með suðurströndinni

Búist er við stormi með suðurströnd Íslands í dag.
Búist er við stormi með suðurströnd Íslands í dag. mbl.is/RAX

Búist er við stormi, meðalvindi meira en 20 metrum á sekúndu, með suðurströndinni fram á kvöld. Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suðausturlandi og Austfjörðum eftir hádegi og þangað til í fyrramálið með vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum.

Spáð er austan 10 til 18 metrum á sekúndu en 18 til 23 metrum á sekúndu með suðurströndinni. Víða verður rigning, talsverð eða mikil á Suðausturlandi og Austfjörðum eftir hádegi.

Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig.

Á morgun spáir Veðurstofa Íslands suðlægri átt og skúrum, 5 til 13 metrum á sekúndu en hvassari vindi og samfelldri riningu austast á landinu fram eftir degi. Það lægir annað kvöld, styttir upp og kólnar.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert