Telja að 570 hjúkrunarfræðinga vanti

570 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa.
570 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hraða þarf nýliðun hjúkrunarfræðinga í heilbrigðiskerfinu á næstunni. Þetta er niðurstaða nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um mönnun, menntun og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga.

Í úttektinni kemur fram að í lok síðasta árs hafi um 225 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið ómönnuð í heilbrigðiskerfinu og að auki þurfi að fjölga stöðugildum um 180. Áætlað er að um 570 hjúkrunarfræðinga vanti til starfa í heilbrigðiskerfinu.

Bent er á að fimmtungur starfandi hjúkrunarfræðinga muni öðlast rétt til töku lífeyris á næstu þremur árum. Nýliðun hefur að jafnaði verið 127 hjúkrunarfræðingar árlega, sé horft til útskrifta frá háskólum.

Í skýrslunni er hvatt til þess að mótuð verði stefna um mönnun, og heilbrigðisstofnanir gerðar samkeppnishæfar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert