Tveir í varðhaldi vegna amfetamínssmygls

Mennirnir komu með Norrænu til landsins.
Mennirnir komu með Norrænu til landsins. mbl.is/Sigurður Bogi

Tveir erlendir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi eftir að tollverðir fundu falið í bíl þeirra í Norrænu umtalsvert magn af amfetamínvökva. Efnið fannst fyrir um það bil hálfum mánuði við komu ferjunnar til Seyðisfjarðar. Embætti tollstjóra vildi ekki gefa upp um hversu mikið magn amfetamínvökva væri að ræða þegar mbl.is leitaðist eftir því og vísaði til þess að málið væri enn í rannsókn.

Í tilkynningu frá embætti tollstjóra kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fari með rannsókn málsins í samvinnu við lögregluna á Austurlandi.

Tollstjóri minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Einnig má koma ábendingum  um smygl inn á símsvara 5528030 hjá embætti Tollstjóra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert