Boða aðgerðir í kynferðisbrotamálum

Samráðshópur um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins leggur til víðtækar aðgerðir í lokadrögum að aðgerðaáætlun sem skilað hefur verið til dómsmálaráðherra, Sigríðar Andersen.

Nú er unnið að framkvæmda- og kostnaðaráætlun og forgangsröðun aðgerða. Er áætlað að samráðshópurinn ljúki störfum og skili lokaskýrslu og framkvæmdaáætlun með ítarlegri greiningu á kostnaðarmati, mælikvörðum og tímaáætlun aðgerða til ráðherra eigi síðar en í árslok 2017. Lokadrög áætlunarinnar eru aðgengileg á vef dómsmálaráðuneytisins og hægt er að senda ráðuneytinu umsagnir um áætlunina fyrir 15. nóvember.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur meðal annars fram, að mörgum aðgerðum sem tíundaðar eru í áætluninni hefur þegar verið hrint í framkvæmd, til að mynda styttingu málsmeðferðartíma innan kerfisins, fullgildingu Istanbúl-samningsins og að koma á fót miðstöð fyrir þolendur ofbeldis í Bjarkarhlíð við Bústaðaveg.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert