„Forsíðan er svert í mótmælaskyni“

Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar.
Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar. mbl.is/Golli

„Þarna er ekki aðeins vegið að tjáningarfrelsinu, grafið undan stöðu frjálsra fjölmiðla og rannsóknarblaðamennsku, heldur er verið að beita valdi til að koma í veg fyrir að fólk fái upplýsingar sem það á rétt á,“ segir Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar.

Forsíða á nýju tölublaði Stundarinnar er svört, eins og mbl.is greindir frá í morgun. Ingibjörg segir við mbl.is að þeim hafi ekki þótt hægt að halda áfram eins og ekkert væri, þegar sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu á upplýsingar sem erindi eigi við almenning. Með þeirri aðgerð hafi yfirvöld gripið með fordæmalausum hætti inn í samfélagslega umræðu. „Forsíðan er svert í mótmælaskyni við ákvörðun yfirvalda að leggja lögbann á Stundina,“ segir hún.

Ingibjörg segir að sú staðreynd að þetta sé gert í aðdraganda kosninga auki á alvarleika málsins. Aðgerðir sýslumanns bitni ekki aðeins á fjölmiðlinum heldur almenningi.

Hún bendir á að Stundinni hafi verið meinað að flytja frekari fréttir upp úr gögnum, sem meðal ananrs hafi varpað ljósi á viðskipti núverandi forsætisráðherra og fjölskyldu hans, samhliða störfum hans sem kjörinn fulltrúi. „Við búum í lýðræðissamfélagi þar sem það á ekki að geta gerst.“

Stundin hefur undanfarið fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, og fjölskyldu …
Stundin hefur undanfarið fjallað um viðskipti Bjarna Benediktssonar, og fjölskyldu hans, í aðdraganda hrunsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert