Kollvarpar fyrri hugmyndum

Rannsókn Steinunnar Kristjánsdóttur á Keldnaklaustri leiddi hana á sporið um …
Rannsókn Steinunnar Kristjánsdóttur á Keldnaklaustri leiddi hana á sporið um uppruna hurðarinnar sem kennd er við jörðina Valþjófsstað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það hefur reynst vísindamönnum mikil ráðgáta hver uppruni hinnar tignarlegu Valþjófsstaðarhurðar í raun og veru er.

Lengi var talið að hagleikskonan Randalín Filippusdóttir hefði skorið hana út um miðja 13. öld en aldursrannsóknir hafa hrakið þá kenningu. Nú þykir mun sennilegra að hún sé frá aldamótunum 1200, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Dr. Steinunn Kristjánsdóttir, prófessor í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Þjóðminjasafnið, leiðir að því líkur í nýrri bók sinni, Leitin að klaustrunum, að ráðgátan um hurðina sé nú loksins leyst. Þannig færir hún rök fyrir því að hurðin hafi upphaflega verið smíðuð í dyr klaustursins sem Jón Loftsson í Odda reisti að Keldum á Rangárvöllum á síðustu árum 12. aldar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert