Mikil rigning á Austfjörðum

Búist er við mikilli rigningu fyrir austan.
Búist er við mikilli rigningu fyrir austan. mbl.is/Styrmir Kári

Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Austfjörðum fram undir hádegi og má búast við vatnavöxtum ásamt auknum líkum á skriðuföllum.

Suðlæg átt, fimm til þrettán metrar á sekúndu, verða á landinu með morgninum og væta með köflum.

Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. Lægir í kvöld, rofar til og kólnar, að því er Veðurstofa Íslands greinir frá.

Á morgun verður hægviðri og þurrt. Norðan 3 til 8 metrar á sekúndu verða austanlands síðdegis og dálítil rigning. Hiti verður 3 til 8 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert