Suðurnesin skilin eftir í framlögum

Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 7,7% frá ágúst 2016 til …
Íbúum í Reykjanesbæ fjölgaði um 7,7% frá ágúst 2016 til ágúst 2017 en fjárframlög frá ríkinu hafa ekki verið í samræmi við fjölgunina.

Fjárveitingar ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum eru mun lægri en það sem þekkist í öðrum landshlutum. Þetta er meðal þess sem rætt var á opnum fundi á vegum Reykjanesbæjar í Safnahúsinu í gærkvöldi.

Á fundinum var kynnt úttekt sem Reykjanesbær lét vinna á fjárveitingum ríkisins til helstu stofnana á Suðurnesjum og mættu þingmenn og frambjóðendur Suðurkjördæmis.

„Suðurnesin og sveitarfélög á Suðurnesjum fá minni framlög per íbúa til framhaldsskólans, til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, til málefna aldraðra, til samgöngumála og í raun til lögreglunnar og allra þessara þátta sem ríkið ber ábyrgð á,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Fjölgun íbúa í Reykjanesbæ er á sama tíma langt umfram landsmeðaltal en frá ágúst 2016 til ágúst 2017 fjölgaði íbúum um 7,7% og fjölgun gistinátta var mest á Suðurnesjum milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert