Tæpar 5 milljónir fyrir kynningarrit

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. mbl.is/Hanna

Reykjavíkurborg greiddi 4,8 milljónir króna fyrir kynningarrit um húsnæðismál og uppbyggingu í borginni sem var dreift í hús í vikunni.

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Fréttablaðið að talan sé ansi há og það leiki vafi á því hvort borgarstjóri hafi haft heimild til að taka ákvörðunina.

„Það er svo augljóst að þetta var áróðursbæklingur, einkum og sér í lagi fyrir Samfylkinguna þar sem verið er að tala um uppbyggingaráform þeirra,“ segir hún.

Minni­hlut­inn í borg­ar­stjórn gerði á þriðjudaginn at­huga­semd­ir við kynningarritið. Vildu full­trú­ar minni­hlut­ans meina að meiri­hlut­inn hafi verið að mis­nota aðstöðu sína í aðdrag­anda alþing­is­kosn­inga til að kynna áhersl­ur sín­ar í hús­næðismál­um.

Um er að ræða 40 síðna bæk­ling, unn­inn fyr­ir Reykja­vík­ur­borg, þar sem gerð er grein fyr­ir ýms­um þátt­um sem snúa að hús­næðismál­um borg­ar­búa og framtíðar­sýn hvað þau varðar. 

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert