Afgreiddu 17 tilvik um báta sem voru dregnir til hafnar

Nærstaddir bátar og björgunarskip aðstoða oft vélarvana báta.
Nærstaddir bátar og björgunarskip aðstoða oft vélarvana báta.

Af 39 málum á síðasta fundi sjóslysasviðs Rannsóknarnefndar samgönguslysa var 17 lokið með færslunni „vélarvana og dreginn til hafnar“.

Öll tilvikin áttu sér stað fyrstu átta mánuði ársins, en alls hafa 45 skip og bátar verið dregin til hafnar það sem af er þessu ári, þar af 31 á strandveiðum.

Þetta er þó ekki til marks um aukna tíðni óhappa á sjó heldur um bætta skráningu, að sögn Jóns Arilíusar Ingólfssonar rannsóknastjóra. Í heildina hafi ástand minni báta batnað á síðustu árum og alvarlegum slysum fækkað, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert