Fór úr peysunni og keyrði út af

Maðurinn losaði bílbeltið til að fara úr peysunni.
Maðurinn losaði bílbeltið til að fara úr peysunni. mbl.is/Golli

Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Við það missti hann stjórn á bifreiðinni með framangreindum afleiðingum.

Þá voru fáeinir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi Suðurnesjalögreglunnar í vikunni. Sá sem hraðast ók mældist á 139 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.

Í vikunni fauk einnig álstigi af bifreið á Reykjanesbraut, og hafnaði hann á tveimur bifreiðum. Þær skemmdust nokkuð þegar stiginn lenti á þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert