Hafarnarstofninn stækkar stöðugt

Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur í heila öld.
Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur í heila öld.

Hafarnarstofninn hefur ekki verið jafn sterkur og nú síðan í lok 19. aldar. Hafarnarpörin voru 76 á liðnu sumri og fjölgaði um tvö frá því í fyrra. Þá komust upp 36 ungar úr 28 hreiðrum, en 51 par reyndi varp í sumar.

Yfirleitt eru það sömu óðulin ár eftir ár þar sem varp gengur best. Tveir ungar komust upp í fleiri hreiðrum nú en í fyrra, þegar einn ungi var í nær í öllum hreiðrum sem skiluðu ungum.

„Þetta er það mesta sem hefur talist síðan byrjað var að fylgjast reglulega með haferninum,“ segir Kristinn Haukur Skarphéðinsson, sviðsstjóri dýrafræði hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, í umfjöllun um viðkomu hafgarnarstofnsins í Morgunblaðinu í dag. Hann segir nokkuð góðar upplýsingar vera  til um fjölda hafarna í um 100 ár.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert