Handtekinn grunaður um líkamsárás

Annar maður reyndi að tálma störf lögreglu og var hann …
Annar maður reyndi að tálma störf lögreglu og var hann einnig handtekinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa.

Tilkynnt var um tvö umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi, annað í Kársnesi í Kópavogi og hitt á Vesturlandsvegi við Korputorg. Í báðum tilfellum var grunur um ölvun við akstur. Í öðru tilfellinum var ökumaður vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Þá stöðvaði lögregla ökumann grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna rétt fyrir tvö í nótt. Við nánari athugun kom í ljós að hann hafði aldrei öðlast ökuréttindi.

Ökumaður var einnig stöðvaður á Vesturlandsvegi rétt fyrir miðnætti þar sem hann ók á 108 kílómetra hraða, þar sem leyfður hraði er 80. Við athugun kom í ljós að ökumaður hafði aldrei öðlast ökuréttindi og þá er hann einnig grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert