Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

Frá Grafarvogi.
Frá Grafarvogi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann.

Fasteignamatið var talið of hátt og hafði Þjóðskrá leiðrétt það fyrir árið 2014 en neitað að leiðrétta það aftur í tímann. Niðurstaða nefndarinnar getur haft þau áhrif fyrir eigendur hússins að fasteignagjöld lækki fimm ár aftur í tímann og jafnframt auðlegðarskattur þeirra.

Eigendur hússins fengu vísbendingar um að kjallari hússins væri rangt metinn til fasteignamats þegar fasteignasali mat söluverðmæti þess á árinu 2013. Við endurmat Þjóðskrár árið eftir kom í ljós að stór hluti kjallara sem upphaflega hafði verið metinn sem fullgilt íbúðarhúsnæði uppfyllti ekki reglur um lofthæð og glugga og var því metinn að stórum hluta sem geymsluhúsnæði. Fasteignamat ársins 2014 var lækkað um rúm 9% af þeim sökum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert