Mótmæla uppbyggingu á Allianz-reit

Allianz-reiturinn. Tillaga að mögulegu útliti. Mýrargata 26 sést efst og …
Allianz-reiturinn. Tillaga að mögulegu útliti. Mýrargata 26 sést efst og hægra megin á myndinni er Héðinshúsið. Tölvumynd/Basalt arkitektar

Fjölmargar athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á svokölluðum Allianz-reit við Grandagarð í Reykjavík. Meirihlutinn í borgarráði, Samfylking, Björt framtíð og Vinstri græn, styðja uppbygginguna en sjálfstæðismenn í minnihlutanum eru henni andvígir.

Málið fer nú til endanlegrar afgreiðslu í borgarstjórn. Reykjavíkurborg á þennan reit og hyggst selja hann ásamt byggingarétti þegar deiliskipulag hefur verið samþykkt. Byggingarnar verða alls 8.100 fermetrar, þar af 6.700 fermetrar ofanjarðar og bílakjallari með 45 stæðum verður 1.400 fermetrar að flatarmáli.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að íbúar Mýrargötu 26, sem er austan við reitinn, eru afar ósáttir. Íbúar hússins eru á annað hundrað. Húsfélagið bendir á í athugasemdum að flestir þeirra sem keypt hafi íbúðir í húsinu hafi gert það vegna þess gróskumikla mannlífs sem einkennir hverfið og nálægðar við höfnina. Kaupverð íbúða hafi verið hátt, ekki síst vegna staðsetningar hússins og þess útsýnis sem er frá íbúðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert