Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

Frumbjörg, f.v.: Halldór Axelsson sem tók við verðlaununum í Stokkhólmi, …
Frumbjörg, f.v.: Halldór Axelsson sem tók við verðlaununum í Stokkhólmi, Brandur Karlsson stofnandi Frumbjargar og Hafliði Ásgeirsson, verkefnastjóri, sem heldur á verðlaunagripnum. mbl.is/RAX

Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi.

Frumbjörg var eini íslenski keppandinn sem hlaut verðlaun í Stokkhólmi en Íslendingar áttu fulltrúa í öllum flokkum keppninnar. Frumbjörg fer því sem fulltrúi Íslands í heimskeppni frumkvöðlaverkefna, Global Startup Awards, í Kína á næsta ári. Frumbjörg bar sigur úr býtum í sama flokki í nýsköpunarsamkeppni sem haldin var hér á landi í september sl.

Brandur Karlsson stofnaði Frumbjörg árið 2016 í samstarf við Sjálfsbjörg. Tilgangurinn var að byggja upp starfsaðstöðu fyrir frumkvöðla, aðallega þá sem vinna að verkefnum á sviði velferðar- eða heilbrigðismála, með sérstaka áherslu á hreyfihamlaða og aðra fatlaða. Einnig fyrir fatlaða frumkvöðla sem vinna að nýsköpunarverkefnum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert