Þarf að kaupa losunarheimildir

Kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verður minni en gert var …
Kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verður minni en gert var ráð fyrir.

Losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi mun fara fram úr heimildum samkvæmt Kýótó-bókuninni fyrir árin 2013-2020, samkvæmt greiningu Umhverfisstofnunar.

Talið er líklegt að Ísland þurfi að kaupa auknar heimildir til að standa við skuldbindingar sínar, sem nemi um 3,6 milljónum tonna af koldíoxíðígildum fyrir tímabilið í heild.

Frá þessu var greint á umhverfisþingi í gær. Þar kom jafnframt fram að Íslandi mundi einnig reynast erfitt að standa við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu fyrir tímabilið 2021-2030.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert