Tvöfalt fleiri með geðraskanir

mbl.is/ÞÖK

Nýgengi örorku vegna geðraskana hefur tvöfaldast á tímabilinu 2011 til 2016 en með nýgengi örorku er átt við fjölda einstaklinga sem fá sitt fyrsta 75% örorkumat hjá Tryggingastofnun ríkisins, miðað við dagsetningu úrskurðar.

Árið 2011 voru það 308 einstaklingar sem fengu 75% örorkumat vegna geðraskana og fór sú tala í 615 árið 2016. Þá hafa 344 einstaklingar verið metnir öryrkjar vegna geðraskana hjá Tryggingastofnun árið 2017, frá upphafi árs til 20. ágúst .

Af öllum þeim sem fengu sitt fyrsta örorkumat á síðustu 12 mánuðum fékk þriðjungur matið vegna geðraskana, eða 33,2%. Á síðustu 12 mánuðum hafa 264 karlar verið metnir öryrkjar vegna geðraskana, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert