Vilja sameinast Fjarðabyggð

Frá Breiðdalsvík.
Frá Breiðdalsvík. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Sveitarstjórn Breiðdalshrepps hefur samþykkt samhljóða að óska eftir því við bæjarstjórn Fjarðabyggðar að kannaðir verði möguleikar á sameiningu sveitarfélaganna.

Það er ósk Breiðdælinga að sameiningin gangi hratt fyrir sig svo að hægt verði að kjósa í sameiginlega bæjarstjórn í sveitarstjórnarkosningunum á komandi vori.

Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Akureyri lagði til í skýrslu sem unnin var fyrir hreppinn að hann sameinaðist Fjarðabyggð. Sameining við Fljótsdalshérað var þó ekki útilokuð, en Breiðdalsheiði skilur sveitarfélögin nú að. Rekstur Breiðdalshrepps hefur verið þungur undanfarin ár enda fækkaði íbúum verulega í kjölfar samdráttar í útgerð og ótryggara atvinnuástands í bænum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert