Biðjast afsökunar á notkun Sólfarsins

Listaverkið Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason.
Listaverkið Sólfarið eftir Jón Gunnar Árnason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Flokkur fólksins hefur beðist afsökunar á notkun á listaverkinu Sólfarinu eftir Jón Gunnar Árnason á haustþingi flokksins. Í bréfi sem sent var lögmannastofunni Lex og sem undirritað er af formanninum Ingu Sæland segir að ljósmyndin sem sýni sólarlag við Sundin í Reykjavík með listaverkið í forgrunni hafi verið notuð í góðri trú.

„Var ljósmyndinni einungis ætlað að sýna fagra haustmynd með tignarlegt útilistaverk í forgrunni. Engin ráðagerð bjó að baki um að brjóta gegn höfundarrétti á listaverkinu. Flokki fólksins er ljúft og skylt að biðjast afsökunar á þeim leiðu mistökum að hafa ekki leitað samþykkis rétthafa höfundarréttar að listaverkinu Sólfar eftir Jón Gunnar Árnason,“  segir í bréfinu og ítrekað er að Flokkur fólksins hafi ekki notað ljósmyndina eftir haustþingið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert