Fjölskyldan frá Gana fær dvalarleyfi

Útlendingastofnun.
Útlendingastofnun. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjölskyldan frá Gana, móðirin Mercy Ky­eremeh og drengir henn­ar þrír, Godw­in fimm ára, Emm­anu­ele fjög­urra ára og ný­fætt barn hennar, fengu í dag dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Þetta er mikið gleðiefni,“ segir Magnús Davíð Norðdahl hdl. lögmaður fjölskyldunnar. 

Í lok september voru fjölskyldunni gefnir 30 dagar til að yfirgefa landið þrátt fyrir að yf­ir­lækn­ir á geðdeild Land­spít­al­ans taldi brott­vís­un­ina geta „valdið Mercy og fjöl­skyldu henn­ar óaft­ur­kræfu tjóni“. Hún væri talin í sjálfsvígshættu. 

Kærunefnd útlendingamála féllst á endurupptökubeiðni sem send var nefndinni þann 29. september í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á útlendingalögum sem rýmkuðu heimildir tímabundið til að veita dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert