Nota styrkinn til að greiða niður lán

Nýliðastyrkir fóru mest til sauðfjár- og kúabúa í ár en …
Nýliðastyrkir fóru mest til sauðfjár- og kúabúa í ár en allir bændur eiga rétt á að sækja um mbl.is/Styrmir Kári

„Allt skiptir máli, að sjálfsögðu. Ég nota þessa upphæð til að létta á afborgunum lána, með því að greiða niður höfuðstól. Mér finnst að maður eigi að nýta þannig stuðning sem þennan,“ segir Karl Ingi Atlason, kúabóndi á Hóli í Svarfaðardal.

Hann er einn af 24 nýliðum í landbúnaði sem hljóta nýliðastyrki sem veittir eru samkvæmt ákvæðum í nýlegum búvörusamningi.

Matvælastofnun veitir styrkina samkvæmt reglugerð og úthlutunarreglum sem birtar voru áður en auglýst var eftir styrkjum. Tæplega 130 milljónir er veittar til þessa. Samkvæmt reglunum er forgangsraðað í þágu menntunar og jafnréttis kynja. Umsækjendur þurfa að vera undir fertugu. Sú röðun leiddi til þess að ungar og vel menntaðar konur skoruðu hátt við þessa úthlutun.

Styrkur getur hæstur orðið 20% af fjárfestingu viðkomandi í ár en þó að hámarki 9 milljónir. Fimm umsækjendur fengu hámarksstyrk að þessu sinni, að því er fram kemur í umfjöllun um styrkveitingar þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert