Óljóst hvort krafist verði lögbanns á RÚV

Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo.
Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort Glitnir HoldCo ehf. fari fram á lögbann á fréttaflutning Ríkisútvarpsins af viðskiptum Glitnis. Ingólfur Hauksson, forstjóri Glitnis HoldCo segir í samtali við mbl.is að hann geti ekki staðfest eitt eða neitt og að hann vilji ekki tjá sig um fréttaflutning RÚV.

Fram hefur komið í fréttum RÚV að stofnunin hafi undir höndum gögn frá Glitni, meðal annars skýrslu sem KPMG vann fyrir slitastjórn Glitnis í lok árs 2008.

Frétt mbl.is: Gefur nákvæma mynd af samskiptum við Glitni

Í skýrslunni kemur meðal annars fram að Fjármálaeftirlitið skil­greindi þá sem komu að und­ir­bún­ingi þjóðnýt­ing­ar­inn­ar sem inn­herja, m.a. þing­menn, emb­ætt­is­menn og ýmsa ráðgjafa. Er nafn Bjarna á list­an­um, en í gögn­um sem RÚV hef­ur und­ir hönd­um, er ekki að sjá að slitastjórn Glitn­is hafi talið Bjarna hafa framið lög­brot með viðskipt­um sín­um.

Glitn­ir HoldCo ehf. höfðaði í dag staðfest­ing­ar­mál fyr­ir Héraðsdómi Reykja­vík­ur vegna lög­banns­ins sem sett var á frétta­flutn­ing Stund­ar­inn­ar og Reykja­vík Media af viðskipta­vin­um Glitn­is.

Vilja víðtækara bann

Skipta má lögbannskröfunni í þrennt. Í fyrsta lagi er farið fram á staðfestingu á því sem sýslumaður samþykkti í síðustu viku; að Stundin og Reykjavík Media megi ekki birta fréttir unnar úr gögnum Glitnis.

Í öðru lagi heldur Glitnir HoldCo því til streitu að Stundin og Reykjavík Media verði að afhenda gögnin en því hafnaði sýslumaður.

Í þriðja lagi er þess krafist að bannað verði að birta, eða fá aðra fjölmiðla til að birta, fréttir sem byggja á gögnunum.

Samkvæmt upplýsingum frá Stundinni bauð Sigríður Rut Júlíusdóttir, lögmaður Stundarinnar, stefndu að falla frá stefnubirtingarfresti ef vilji væri fyrir því að fá málið þingfest á morgun.

Því var hafnað og málið verður þingfest eftir átta daga, eða 31. október, þremur dögum eftir Alþingiskosningar.

Frá ritstjórnarskrifstofu Stundarinnar.
Frá ritstjórnarskrifstofu Stundarinnar. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert