Bílar rákust saman við framúrakstur

Lögreglubifreiðar.
Lögreglubifreiðar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Betur fór en á horfðist þegar umferðaróhapp varð á Öxnadalsheiði um klukkan hálf níu í kvöld. Óhappið hafði þær afleiðingar að bifreið hafnaði utan vegar. Engum varð meint af.

Lögreglan á Akureyri segir að ökumaður bifreiðar hafi verið að fara fram úr flutningabíl þegar bíll með kerru í eftirdragi kom úr gagnstæðri átt. Speglar bifreiðanna tveggja rákust saman og hafnaði fólksbíllinn utan vegar eftir að hafa farið á milli bifreiðanna, það er flutningabílsins og þess sem kom úr gagnstæðri átt. Ljóst má vera að litlu hafi munað að verr færi.

Lögreglan fór á vettvang en bifreiðinni var kippt upp á veginn aftur. Enginn slasaðist og bílarnir voru báðir ökuhæfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert