Áfram í haldi vegna peningaþvættis

Hæstiréttur Íslands.
Hæstiréttur Íslands. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti í febrúar í fyrra. Hæstiréttur staðfesti með dómi sínum dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá 19. október.

Fram kemur að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa brotið gegn 1. mgr. 264. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 sem fangelsisrefsing er lögð við.

Maðurinn skal sæta gæsluvarðhaldi til 16. nóvember. Hann er ákæður fyrir að hafa skipulagt og gefið fyr­ir­mæli um pen­ingaþvætti þegar meðákærðu hafi tekið við 31.600.000 krón­um af ótil­greind­um aðila, geymt fjár­mun­ina á banka­reikn­ing­um, nýtt að hluta, flutt að hluta, sent að hluta til Ítal­íu og milli­fært 20.500.000 krón­ur af um­ræddu fé á banka­reikn­ing fé­lags í Hong Kong.

Þetta hafi verið gert þótt vita hafi mátt að um væri að ræða ólög­lega fengið fé, en um hafi verið að ræða fé sem ótil­greind­ur aðili hafi kom­ist yfir með fjár­svik­um í tengsl­um við viðskipti fé­laga í Suður-Kór­eu og víðar.

Maður­inn kom til lands­ins gagn­gert til þess að veita viðtöku hluta um­ræddra fjár­muna og senda þá með símgreiðslu til fé­lags í Hong Kong.

Ákærði var fram­seld­ur til Íslands frá Ítal­íu og hef­ur setið í gæslu­v­arðhaldi frá 17. ág­úst. Maður­inn er áfram í gæslu­v­arðhaldi vegna þess að sak­sókn­ari tel­ur lík­legt að ann­ars myndi maður­inn reyna að kom­ast úr landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert