Þriðjungur þingheims nýtt fólk

Fyrrverandi þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason í Framsóknarflokki, Ágúst Ólafur Ágústsson ...
Fyrrverandi þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason í Framsóknarflokki, Ágúst Ólafur Ágústsson í Samfylkingunni, Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati og Willum Þór Þórsson í Framsóknarflokki gætu sést í þingsölum á ný.

Mikil endurnýjun yrði á þingliði samkvæmt nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið. Samkvæmt könnuninni myndi 21 nýr þingmaður taka sæti á Alþingi eftir kosningar um næstu helgi, þriðjungur af þingsætunum 63. Þar af eru nokkur kunnugleg andlit sem áður hafa sést í þingsölum fyrir sinn flokk eða viðkomandi hafa skipt um flokk.

Meðal þessara nýju-gömlu þingmanna yrðu Ásmundur Einar Daðason og Willum Þór Þórsson fyrir Framsóknarflokk, Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati og Ágúst Ólafur Ágústsson í Samfylkingunni.

Þau sem gætu komist á þing fyrir aðra flokka en þau voru kjörin síðast fyrir eru Margrét Tryggvadóttir hjá Samfylkingunni í Suðvesturkjördæmi og Páll Valur Björnsson hjá Samfylkingunni í Reykjavík norður. Margrét var áður á þingi fyrir Borgarahreyfinguna og síðar Hreyfinguna á árunum 2009-2013. Hún gaf kost á sér fyrir Samfylkinguna í síðustu kosningum en náði þá ekki kjöri. Páll Valur var þingmaður Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi kjörtímabilið 2013-2016.

Þá eru miðflokksmennirnir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Gunnar Bragi Sveinsson sem kunnugt er þingmenn og fyrrverandi ráðherrar Framsóknarflokksins og kæmust báðir á þing aftur fyrir sinn nýja flokk.

Þess skal getið að við útreikning á fylgi flokka eftir kjördæmum og skiptingu þingsæta eru stundum fáir á bak við tölurnar. Vikmörk eru þá nokkuð há.

Kort/mbl.is

Lilja næði ekki kjöri

Nokkrir varaþingmenn Vinstri-grænna gætu verið á leiðinni á þing; þau Bjarni Jónsson í Norðvesturkjördæmi, Ingibjörg Þórðardóttir í Norðausturkjördæmi, Orri Páll Jóhannsson í Reykjavík suður og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir í Suðurkjördæmi. Öll tóku þau sæti á nýafstöðnu þingi nema Heiða, sauðfjárbóndi frá Ljótarstöðum. Þá er fyrrverandi þingmaður og varaþingmaður Vinstri-grænna í Suðvesturkjördæmi, Ólafur Þór Gunnarsson, á leiðinni á þing á ný ef úrslitin verða eins og könnunin segir.

Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum, m.a. varaformanni flokksins, Lilju Alfreðsdóttur. Björt framtíð næði hvergi inn þingmönnum og heldur ekki Flokkur fólksins, sem hefur fram að þessu í skoðanakönnunum verið með menn inni. 

Björt framtíð þurrkast út

Þau sem aldrei hafa setið á Alþingi yrðu Bergþór Ólason, Anna Kolbrún Árnadóttir, Birgir Þórarinsson og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir frá Miðflokki, Heiða Guðný og Halla Gunnarsdóttir frá Vinstri-grænum og Helga Vala Helgadóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, Adda María Jóhannsdóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir frá Samfylkingunni.

Yrðu úrslit kosninganna eins og könnun Félagsvísindastofnunar sýnir myndu nokkrir sitjandi þingmenn detta út. Allir þingmenn Bjartrar framtíðar sem sækjast eftir endurkjöri, þ.e. þau Óttarr Proppé, Björt Ólafsdóttir og Nichole Leigh Mosty, næðu ekki kjöri. Fjórir þingmenn Pírata næðu ekki endurkjöri, þau Eva Pandóra Baldursdóttir í Norðvesturkjördæmi, Einar A. Brynjólfsson í Norðausturkjördæmi og Halldóra Mogensen og Gunnar Hrafn Jónsson í Reykjavík norður.

Einnig myndu fjórir þingmenn Viðreisnar detta út, Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður, Jóna Sólveig Elínardóttir varaformaður, Jón Steindór Valdimarsson og Pawel Bartoszek.

Þá eru fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sömuleiðis á leið út, ef kosið væri nú, eða Valgerður Gunnarsdóttir í Norðausturkjördæmi, Unnur Brá Konráðsdóttir í Suðurkjördæmi, Vilhjálmur Bjarnason í Suðvesturkjördæmi og Birgir Ármannsson þingflokksformaður í Reykjavík norður.

Af 21 nýjum þingmanni yrðu 10 konur en af þingi myndu átta þingkonur detta.

Könnunin var gerð dagana 16. til 19. október. Úrtakið var 3.900 manns og um var að ræða bæði síma- og netkönnun. Fjöldi svarenda var 2.395, sem er 62% þátttökuhlutfall.

Innlent »

„Ótrúlegur spuni“ í kringum kaupin

13:32 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir kaup Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum mjög furðuleg og kostnaðarsöm fyrir fyrirtækið og þar af leiðandi eigendur hennar, almenning í Reykjavík og öðrum eigendasveitarfélögum. Meira »

Styttist óðum í desemberuppbótina

13:09 Nú styttist í að desemberuppbót fyrir árið 2017 verði greidd út. Í öllum kjarasamningum Samtaka atvinnulífsins er full desemberuppbót 86.000 kr. og skal vinnuveitandi greiða uppbótina eigi síðar en 15. desember. Meira »

Reiðubúnir að rýma þurfi þess

12:40 Neyðarrýmingaráætlun vegna Öræfajökulssvæðisins, sem hægt verður að grípa til ef á þarf að halda, er tilbúin en eftir er að kynna það fyrir viðbragðsaðilum. Þetta staðfestir Rögnvaldur Ólafsson, verkefnastjóri hjá almannavörnum, í samtali við mbl.is. Meira »

Deilan send til sáttasemjara á ný

12:26 Dómur Félagsdóms frá því í gær, um að verkfallsboðun Flugfreyjufélags Íslands á hendur lettneska flugfélaginu Primera Air Nordic hafi verið ólögmæt, felur aðeins í sér tímabundna töf á vinnudeilunni. Meira »

Búið að loka Víkurskarði vegna veðurs

12:20 Vegagerðin hefur lokað veginum um Víkurskarð vegna stórhríðar, en áður hafði verið tilkynnt að vegum um Mývatns- og Möðrudalsöræfi væri lokað af sömu ástæðum. Þá var Siglufjarðarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð einnig lokað í morgun vegna snjóflóðahættu. Meira »

Kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu

11:40 Oktavía Hrund Jónsdóttir var kjörin stjórnarformaður Pírata í Evrópu á fundi sem haldinn var í Prag um helgina.  Meira »

76 verkefni valin í íbúakosningum

11:14 Nú hefur verið kosið í verkefninu Hverfið mitt í Reykjavíkurborg. Kosið var um framkvæmdir í hverfum borgarinnar og alls voru 450 milljónir til ráðstöfunar og fara þessar 450 milljónir í 76 verkefni á næsta ári. Meira »

Á sjúkrahús eftir hálkuslys við Geysi

11:25 Tveir erlendir ferðamenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að hafa dottið í hálku við Geysi í Haukadal í gær. Valdimar Kristjánsson, yfirlandvörður á svæðinu, segir að sem betur fer sé það ekki daglegt brauð að sjúkrabílar komi og nái í slasaða ferðamenn. Meira »

Fylgjast áfram náið með svæðinu

10:35 Staðan er meira eða minna óbreytt við Öræfajökul frá því í gær samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands miðað við þau gögn sem liggja fyrir. Þannig voru engir jarðskjálftar í nótt á svæðinu. Þetta segir Bjarki Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni. Meira »

Fleiri vegir orðnir ófærir

10:34 Vegir eru lokaðir víða um land vegna ófærðar og snjóflóða. Búið er að opna veginn um Holtavörðuheiði.  Meira »

Stíf fundahöld í allan dag

10:23 Formenn flokkanna þriggja sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum munu halda áfram fundahöldum sínum í dag en formennirnir eru ekki á fundi sem stendur. Meira »

Þrír klukkutímar í engu skyggni

09:22 Björgunarsveitin Húni var um þrjá klukkutíma að komast frá Hvammstanga upp á Holtavörðuheiði til að aðstoða fólk sem hafði fest bíla sína í ófærðinni. „Þetta var mjög seinfarið,” segir Gunnar Örn Jakobsson, formaður Björgunarsveitarinnar Húna. Meira »

Skildu sjö flutningabíla eftir

08:35 Aðgerðum björgunarsveita vegna ófærðar á Holtavörðuheiði er lokið. Fimm bílar voru sendir frá björgunarsveitunum Oki, Brák og frá Akranesi með um tíu björgunarsveitarmönnum. Sjö flutningabílar voru skildir eftir á heiðinni en nokkrir fólksbílar losaðir. Meira »

Áfram vont veður víða

07:59 Veðrið á Holtavörðuheiði og þar í grennd mun ekki ganga niður fyrr en eftir um 1-2 tíma, sagði Haraldur Eiríksson, veðurfræðingur Veðurstofunnar, í samtali við mbl.is rétt fyrir klukkan 8 í morgun. Meira »

Óhætt að tína krækling í fjöru

07:37 Fólki er nú óhætt að halda niður í fjöru í þeim tilgangi að tína þar krækling sér til matar, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Meira »

Telur Ara fróða höfundinn

08:18 „Ég hugsa að þetta verði kannski viðurkennt einhvern tímann en það verður sennilega eftir minn dag,“ segir Páll Bergþórsson veðurfræðingur. Meira »

Skattahækkanir bætast við

07:57 Útsöluverð á bensínlítra mun hækka í 214,3 krónur um áramótin og verð á dísillítra í 218,85 krónur ef fyrirhugaðar skattahækkanir verða að veruleika. Meira »

Eiga ekki fyrir útborgun

07:35 Fjárhagsstaða leigjenda hefur batnað sl. 2 ár en samt hafa þeir ekki efni á að kaupa íbúð. Hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði segir leigumarkaðinn óheilbrigðan þegar fólk ver að meðaltali 42% ráðstöfunartekna í leigu. „Húsnæði er mannréttindi en ekki hefðbundin markaðsvara,“ segir hann. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar gerðir, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 848 3215...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
Stimplar
...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...