Eyddu skjölum án leyfis

mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.

Í nýrri skýrslu um eftirlitskönnun safnsins í fyrra segir að af 160 ríkisaðilum sem svöruðu spurningum safnsins hafi 12 staðfest að þeir hafi eytt skjölum.

„Eyðing skjala án heimildar er lögbrot og getur orðið til þess að mikilvægar upplýsingar glatist,“ segir Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri upplýsinga- og skjalasviðs Þjóðskjalasafns. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir segir hann að safnið muni fylgja þessum niðurstöðum eftir og kanna hvaða skjölum var eytt og í kjölfarið ákveða hvernig við skuli brugðist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert