Eyþór íhugar oddvitasætið

Eyþór Arnalds.
Eyþór Arnalds. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eyþór Arnalds, fyrrverandi formaður bæjarráðs Árborgar, útilokar ekki að hann muni sækjast eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í borgarstjórnarkosningunum í vor.

„Ég hélt að allir væru að hugsa um landsmálapólitíkina núna, ekki borgarmálin,“ segir Eyþór í  Morgunblaðinu í dag, spurður um orðróm um að hann vildi verða borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.

Eyþór segir að hann hafi verið spurður um þetta á ÍNN fyrir helgi og þar hafi hann ekki útilokað þennan möguleika. „Ég hef áhuga á borgar- og sveitarstjórnarmálum og hef haft, allar götur frá því að ég var formaður bæjarráðs Árborgar, en ég hafði mikla ánægju af störfum mínum fyrir Árborg, og nú er ég fluttur til Reykjavíkur, svo hver veit? Ég sé ýmislegt í Reykjavík, sem ég tel að betur mætti fara,“ segir Eyþór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert