Fékk 53 milljónir greiddar

Zúistar.
Zúistar. Mynd/Facebook-síða Zúista

Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zúism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Fréttablaðið fjallar um málið á forsíðu sinni í dag.

Útgreiðslan kemur í kjölfar ákvörðunar embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra um að verða við kröfu Ágústs Arnars Ágústssonar um að skrá hann sem forstöðumann trúfélagsins Zúism. 

Frétt mbl.is: Zúistar: Ádeila á kerfið eða svik?



„Verið er að vinna í hvernig sóknar­­gjöldum verður ráðstafað,“ segir Ágúst Arnar, spurður hvort til standi að greiða meðlimum Zúism út sóknargjöld líkt og forveri hans gaf fyrirheit um. 

Hér er hægt að lesa fréttina í heild á Vísi

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert