Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

Morgunblaðið/ÞÖK

Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Eins eru hálkublettir á Þingvallavegi og við Laugarvatn en hálka er á Lyngdalsheiði. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Í dag verður þrengt að umferð á um 250 m kafla við Hafnarfjarðarveg, Akrahverfismegin í Garðabæ, en þar er unnið við hljóðmön. Loka þarf annarri akreininni til norðurs (í átt til Reykjavíkur) á milli kl. 12:00 og 17:00.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert