Heimsóknum fjölgar til Stígamóta í kjölfar #metoo

Samsæri þagnarinnar rofið á Arnarhóli.
Samsæri þagnarinnar rofið á Arnarhóli. mbl.is/Golli

Fjöldi fólks hefur leitað til Stígamóta í kjölfar átaksins #metoo sem fram fer á Facebook. Undir merkingunni hefur fjöldi kvenna og karla stigið fram og greint frá því að hafa upplifað kynferðislega áreitni.

Þórunn Þórarinsdóttir, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir að iðulega fjölgi þeim sem leiti til samtakanna í kjölfarið á opinberri umræðu um kynferðisofbeldi.

„Á sama tíma og það er áhyggjuefni hvað margir leita til okkar er líka ánægjulegt að opin umræða dragi vandann fram í dagsljósið og fólk öðlist kjark til að stíga fram og ræða sín mál,“ segir Þórunn í Morgunblaðinu í dag, en hún bendir á að sams konar fjölgun hafi orðið í kjölfar umræðunnar um uppreist æru.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert