Mikilvægur leikur hjá konunum í Tékklandi í undankeppni HM 2019 í knattspyrnu

Kvennalandsliðið á æfingu í Tékklandi í gær.
Kvennalandsliðið á æfingu í Tékklandi í gær.

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er nú statt í Tékklandi og fyrir höndum í dag er leikur gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019.

Eftir óskabyrjun í riðlinum er leikurinn afar mikilvægur fyrir íslensku landsliðskonurnar en Ísland vann Færeyjar og Þýskaland í fyrstu tveimur leikjunum.

Leikurinn hefst klukkan 16 að íslenskum tíma og fer fram á litlum leikvangi í Znojmo, 40 þúsund manna bæ, nærri landamærunum að Austurríki. Með sigri getur Ísland komið sér vel fyrir á toppi riðilsins, að þvío er fram kemur í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert