Læknafélag Íslands mótmælir ásökunum landlæknis

Landspítalinn við Hringbraut .
Landspítalinn við Hringbraut . mbl.is/Ómar Óskarsson

„Landlæknir, sem er opinber embættismaður, vegur þarna að starfsheiðri fjölda lækna er starfa á Landspítalanum og við mótmælum því að sjálfsögðu harðlega,“ segir Reynir Arngrímsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands.

Í ályktun frá aðalfundi félagsins er skorað á landlækni að draga til baka harkaleg og órökstudd ummæli sem hann lét falla á hádegisfundi BSRB, hinn 9. október sl. um að læknar í hlutastarfi á Landspítalanum og á stofum út í bæ starfi ekki á spítalanum af heilum hug.

„Jafnvel þó svo þessi orð landlæknis hafi verið látin falla í hita leiksins finnst okkur sérkennilegt að hann skuli telja sig geta lesið hug lækna, sem eru í miklu starfi og yfirleitt undir gífurlegu álagi á spítalanum. Að sjálfsögðu eru þeir læknar sem sinna vöktum á spítalanum að gera það af fullum heilindum og sinna sínum sjúklingum hvort sem þeir eru í fullu eða hlutastarfi á spítalanum,“ segir Reynir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert