Rekstrarkostnaður með því lægsta sem þekkist

Rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða er sambærilegur kostnaðnum í Noregi, Portúgal og …
Rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða er sambærilegur kostnaðnum í Noregi, Portúgal og víðar.

Nýjar tölur frá OECD sýna að rekstrarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða er með því lægsta sem þekkist en árið 2016 var skrifstofu- og stjórnunarkostnaður lífeyrissjóða á Íslandi tæplega 6,4 milljarðar. Þetta kemur fram í frétt á vef Landssambands lífeyrissjóða.

Í tölum OECD kemur fram að á Íslandi hafi rekstrarkostnaður lífeyriskerfa svarað til 0,24% af meðaleignum sjóðanna en samanlagðar eignir sjóðanna voru um 3.300 milljarðar króna í árslok 2016. Þá voru starfsmenn lífeyrissjóðanna að meðaltali 250 talsins.

Fjárfestingargjöld sem sögð eru óhjákvæmilegur kostnaður sem fylgir því að vera fjárfestir eru undanskilin í tölunum sem tekur þannig til hins eiginlega rekstrarkostnaðar sjóðanna en í fréttinni segir að það sé alþjóðleg venja að telja ekki fjárfestingargjöld verðbréfasjóða til rekstrarkostnaðar fjárfestis því þau dragast frá ávöxtun viðkomandi sjóða. 

Lág í alþjóðlegum samanburði

Rekstrarkostnaður fyrir árið 2015 var 0,24% af meðaleignum sjóðanna líkt og áður segir sem telst lágt í alþjóðlegum samanburði. Samkvæmt OECD var rekstrarkostnaðurinn hæstur í Slóveníu, Belgíu, Lettlandi, Tékklandi, Eistlandi og á Spáni. Rekstrarkostnaðurinn hér á landi er á svipuðu róli og hann er í Noregi, Portúgal, Chile, Lúxemborg og Þýskalandi en hærri heldur en í Hollandi og Danmörku. 

Landssamband lífeyrissjóða

1,8 milljarðar í bein fjárfestingargjöld

Fjárfestingargjöld nema háum fjárhæðum og hafa fjárfestar og eftirlitsaðilar gert auknar kröfur til lífeyrissjóða um að þau séu sýnilegur og gagnsær hluti starfseminnar. Í fyrra voru bein fjárfestingargjöld íslenskra lífeyrissjóða 1,8 milljarðar króna og áætlanir um það bil 1,6 milljarðar króna til viðbótar að því er fram kemur í frétt Landssambands lífeyrissjóða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert