Valin til að sækja virta ráðstefnu

Sandra Mjöll Jónsdóttir, Jill Esposito, starfandi sendirherra Bandaríkjanna á Íslandi, …
Sandra Mjöll Jónsdóttir, Jill Esposito, starfandi sendirherra Bandaríkjanna á Íslandi, og Guðmundur Fertram Sigurjónsson. Ljósmynd/Sendiráð Bandaríkjanna

Tveir íslenskir frumkvöðlar voru valdir af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi til þess að taka þátt í Global Entrepreneurship Summit (GES) 2017 sem fer fram í Hyderabad á Indlandi 28. til 30. nóvember. Þau Sandra Mjöll Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Platome Líftækni ehf., og Guðmundur Fertram Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Kerecis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að yfirskrift GES-ráðstefnunnar, sem sé haldin árlega og sé ein af virtustu ráðstefnum fyrir frumkvöla, fjárfesta, og leiðtoga atvinnulífsins um allan heim, í ár sé „Women First, Prosperity for All“ þar sem áhersla verpur lögð á konur og framlag þeirra til frumkvöðlastarfsemi. Yfir 1.600 fulltrúar frá 160 löndum sæki ráðstefnuna en lögð verði sérsök áhersla á heilbrigðismál og lífsvísindi, fjármálatækni og stafræn hagkerfi sem og fjölmiðla og afþreyingu. Bandaríkin og Indland eru gestgjafar ráðstefnunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert