Verja tvöfalt meira í tölvukerfi en aðrir

Íslensku bankarnir verja meira en tvöfalt hærri fjárhæðum í að …
Íslensku bankarnir verja meira en tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi sín en leiðandi bankar á Norðurlöndunum, segir Beringer. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íslensku bankarnir verja tvöfalt hærri fjárhæðum í að reka tölvukerfi en helstu bankar annars staðar á Norðurlöndum, sem glíma einmitt við gömul tölvukerfi og aukinn kostnað sem fylgir eldri tæknilausnum.

Þetta kemur fram í skýrslu norræna fjárfestingabankans Beringer Finance um íslenskt efnahagslíf, sem um er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Arðsemi eigna íslensku bankanna er samt sem áður mun meiri en helstu banka hinna norrænu þjóðanna. Leitt er að því líkum að það sé vegna þess að samkeppnin sé minni hérlendis og stýrivextir hærri, sem auki framlegðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert