Verkfallslög voru til

Fiskveiðiskip bundin við bryggju í Grindavík vegna verkfalls sjómanna.
Fiskveiðiskip bundin við bryggju í Grindavík vegna verkfalls sjómanna. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það vissu allir hvað var að gerast og það þurfti engar hótanir. Við vorum búnir að vera í verkfalli og aldrei verið í jafnlöngu verkfalli og það vita þetta allir.“

Þetta segir Konráð Alfreðsson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar og samninganefndar sjómanna, í Morgunblaðinu í dag um hvort Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, hafi hótað að setja lög á verkfall sjómanna.

Þorgerður þvertók fyrir að hafa hótað sjómönnum í þættinum Sprengisandi um helgina. Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segist ekki hafa verið á fundinum sjálfum en ljóst hafi verið að lögin væru til.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert