Áhyggjuefni ef ólöglegir fjármunir verða löglegir

Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn.
Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn. mbl.is/Árni Sæberg

Í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi, sem kom út í gær, kemur fram að styrkja verði rannsóknardeildir lögreglu og fjölga lögreglumönnum umtalsvert til að hægt verði að sporna við skipulagðri brotastarfsemi í landinu. Áhættustig vegna skipulagðrar glæpastarfsemi er nú „mikil áhætta“ að því er fram kemur í skýrslunni.

Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, vill vara við því að upphlaup verði vegna skýrslunnar, þrátt fyrir að hún dragi upp ansi dökka mynd af ástandinu. „Engu að síður er það þannig að við teljum okkur vanta bjargir til að takast á við þetta með sóma. Eins og við teljum að þurfi að gera. Það er staðreyndin með skipulagða brotastarfsemi að það þarf að beita ákveðnum aðferðum til að takast á við hana, sem eru kannski ekki þær sömu og notaðar eru við hefðbundin brot,“ segir Grímur. Hann vill þó ekki fara nánar út í það um hvernig aðferðir er að ræða, en þær séu mannskapsfrekar.

Hefur áhrif á öryggisstigið í landinu

Í skýrslunni segir að ljóst sé að dregið hafi úr getu lögreglu til að sinna mörgum þeim málaflokkum er falla undir hugtakið skipulögð glæpastarfsemi. Jafnframt segir að eftir því sem skipulögð glæpastarfsemi aukist og verði alvarlegri hafi það áhrif á öryggisstigið í landinu. Álagið á almenna löggæslu aukist, sem og rannsóknardeildir. Þá kalli slík aukning í skipulagðri glæpastarfsemi einnig á stóraukna frumkvæðislöggæslu á sviði afbrotavarna.

„Til að geta tekið á þessu og stemmt stigu við þessu þá þurfum við meiri mannskap. Það er bara þannig. Ekki nema að taka hann úr einhverju öðru og við teljum okkur ekki geta gert það.“ Grímur segir að það myndi einfaldlega bitna á annarri löggæslu.

Í skýrslu ríkislögreglustjóra kemur fram að lagt hafi verið til árið 2013 að lögreglumönnum yrði fjölgað úr 712 í 860 á árunum 2014 til 2017. Það eru hins vegar ekki nema 660 lögreglumenn starfandi í dag og því ljóst að um 200 lögreglumenn vantar til starfa. „Stærstur hlutinn af þeirri tölu væri hjá okkur, því við erum með næstum helminginn af lögregluliðinu í landinu,“ segir Grímur og vísar þar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Undirheimarnir taka sjálfir á brotunum

Í skýrslunni kemur fram að vitað sé um að minnsta kosti tíu hópa sem séu virkir í skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi, eins og fíkniefnabrotum, mansali og vændi. Ekki hefur verið ófriður á milli þessara hópa upp á síðkastið, en þannig var það á tímabili, að sögn Gríms.

„Það er eðli svona skipulagðrar brotastarfsemi, ef brotahópunum lendir saman, þá er ekkert endilega verið að tilkynna lögreglu um það, og það er alvarlegt. Þá eru kannski brot framin, lögreglu ekki tilkynnt um þau og undirheimarnir taka á þeim sjálfir. Þetta er eitt af því sem er alvarlegt við að það nái að skjóta hér rótum brotahópar.“

Hóparnir samanstanda bæði af Íslendingum og erlendum aðilum, en eru þó lítið blandaðir innbyrðis. Algengt er að hóparnir séu í fleiri en einni tegund brota, að sögn Gríms og vísar hann til skýrslna sem gefnar hafa verið út á Norðurlöndunum og hjá Europol. „Þá er staðreyndin sú að menn eru í skipulagðri brotastarfsemi til að hagnast á henni og þá eru menn í því sem hægt er að hagnast á.“

Hann segir lögreglu hins vegar ekki hafa orðið sérstaklega vara við að íslensku hóparnir séu í vændisstarfsemi. Það þurfi engu að síður að fylgjast vel með því. „Við höfum verið með það til rannsóknar hvort hingað séu sendar konur af einhverjum glæpasamtökum til að stunda vændi, sem eigi svo að skila ágóðanum af því til þeirra.“

Forgangsatriði að uppræta mansal

Grímur segir mestu hættuna við að skipulögð brotastarfsemi fái að blómstra vera að fjármunir, sem verði til við ólöglega iðju, verði með einhverjum hætti gerðir löglegir. „Að við fáum ólögmæta fjármuni inn í lögmæta starfsemi. Mér finnst það eitthvað til að hafa áhyggjur af.“

Í skýrslunni kemur fram að skipulögð brotastarfsemi sé iðulega samofin löglegum rekstri fyrirtækja og því sé mikilvægt að rannsaka skattahluta brotastarfseminnar. Enda geti brotamönnum reynst erfitt að gera grein fyrir hagnaði, tekjum eða eignum sem aflað er með ólögmætum hætti. Þá kemur fram að upptaka ólöglegs ávinnings sé úrræði sem margir lögreglumenn telji vannýtt.

Aðspurður hvaða brotastarfsemi sé mikilvægast að uppræta, ef það þurfi að forgangsraða, segir hann: „Það sem við viljum beina athyglinni að núna, ef við þyrftum að forgangsraða, það er mansalið. Við viljum geta rannsakað mál þar sem brotaþoli er eins augljós og í slíku máli. Ef viðkomandi er þvingaður til einhvers og getur ekki farið þá viljum við taka á því.

Grímur á þar bæði við vinnumansal og vændismansal og vill síður segja að annað sé alvarlegra en hitt, þó að vissulega sé kynferðisofbeldi mjög alvarlegur hlutur.

mbl.is

Innlent »

Laun lögmanna rædd í Hæstarétti

15:55 Laun og arðgreiðslur þeirra Ástráðs Haraldssonar og Jóhannesar Rúnars Jónssonar komu til tals í málflutningi á áfrýjunarmálum þeirra gegn íslenska ríkinu vegna skipunar Landsréttardómara í Hæstarétti í morgun. Meira »

Seinkun vegna aðskotahlutar

15:52 Aðskotahlutur fór inn í hreyfil á flugvél WOW air er hún lenti í borginni Tel Aviv í Ísrael í morgun sem varð til þess að margra klukkustunda seinkun varð á næsta flugi þaðan til Íslands. Meira »

102 tilkynningar um innbrot

15:21 Tilkynningum um innbrot fjölgaði mikið í nóvember miðað við meðalfjölda undanfarinna mánaða og hefur innbrotum fjölgað töluvert síðustu mánuði. Alls bárust 102 tilkynningar um innbrot í nóvember. Meira »

Hvetja fyrirtæki að koma þessu í lag

14:54 „Í ljósi þessarar umræðu hvetjum við fyrirtækin okkar eindregið að koma þessum hlutum í lag ef þau hafa ekki gert það nú þegar,“ segir framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda um áhættumat, skriflega áætlun og til hvaða aðgerða verði gripið ef einelti, kynferðisleg og kynbundið áreitni og ofbeldi verður vart á vinnustöðum. Meira »

Enginn enn verið ráðinn

14:45 Væntanlega verður tekin ákvörðun um það á næstu dögum hver verði næsti ferðamálastjóri og taki við embættinu um áramótin en eins og mbl.is hefur fjallað um sóttu 23 um starfið og koma af þeim þrír til greina. Meira »

106 milljóna skattabrot á fimm árum

14:28 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meint skattabrot upp á samtals um 106 milljónir króna á árunum 2008 til 2012. Tengjast brotin fimm einkahlutafélögum sem maðurinn stýrði. Meira »

„Það hefur bara allt sinn tíma“

13:55 „Þetta er bara ákvörðun innan fjölskyldunnar að hætta núna,“ segir Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, í samtali við mbl.is en tekin hefur verið ákvörðun um að loka gestastofunni á bænum um áramótin þar sem tekið hefur verið á móti miklum fjölda ferðamanna undanfarin sjö ár. Meira »

Stokka þarf framgangskerfið upp

14:01 Það dró jafnt og þétt úr kynbundnum mun á launum starfsfólks Háskóla Íslands á árabilinu 2010 til 2015. Hins vegar skilar framgangskerfið sér í hærri launum til karla, en kerfið þarnfast gagngerrar uppstokkunar sem taki mið af innbyggðri mismunun á öllum stigum stefnumótunar og kerfisbreytinga. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar. Meira »

Forrit um jólasveina fyrir illa áttaða foreldra

13:10 „Okkur fannst vanta áminningu um hvaða jólasveinn væri að koma til byggða,“ segir Hrönn Róbertsdóttir sem bjó til snjallforritið Jólasveinar með kærasta sínum Sölva Logasyni. Forritið greinir frá því hvaða jólasveinar koma til byggða fram að jólum. Meira »

Ákærður fyrir 12 milljóna skattabrot

13:09 Karlmaður um sextugt hefur verið ákærður af embætti héraðssaksóknara fyrir meiri háttar brot gegn skatta- og bókhaldslögum með því að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti upp á 11,8 milljónir á fjögurra ára tímabili frá 2008 til 2011. Meira »

Leysibendar eru ekki leikföng

12:47 Geislavarnir ríkisins árétta að leysibendar eru ekki leikföng og skora á foreldra og aðra aðstandendur að koma í veg fyrir að börn leiki sér með þá. Leysibendar geti valdið alvarlegum augnskaða á örstund sé geislanum beint að auga eins og dæmin sanna. Meira »

Málið á borði héraðssaksóknara

12:39 Rannsókn lögreglu á morðinu á Sanitu Braune, 44 ára gam­alli konu frá Lett­landi, lauk í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir að héraðssaksóknari taki ákvörðun um það fljótlega hvort ákæra verði gefin út í málinu. Meira »

Full samstaða um fjárhagsáætlunina

11:46 Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar 2018-2022 var samþykkt með öllum atkvæðum bæjarfulltrúa á bæjarstjórnarfundi 5. desember. Fram kemur í fréttatilkynningu að þetta sé í fjórða sinn á kjörtímabilinu sem full samstaða sé um fjárhagsáætlun. Meira »

Tekur tíma að prufukeyra ný tæki

10:49 „Þegar ný tæki koma hérna inn þarf að fara yfir þau og prufukeyra og það tekur bara sinn tíma,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, í samtali við mbl.is. Meira »

Líður ekki vel á gömlum sjúkrabílum

10:21 Fyrir tveimur árum rann út samningur milli ríkisins og Rauða krossins um rekstur og viðhald sjúkrabíla landsins. „Við höfum miklar áhyggjur af því að heilbrigðisráðuneytið hefur ekki endurnýjað samninginn. Ábyrgðin liggur þar,“ segir formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna. Meira »

Meira en mælanlegu hlutirnir

11:45 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, ákvað fyrir ári að horfast í augu við hægari framgang í jafnréttismálum hjá Landsvirkjun en raun bar vitni. Hann segist fyrst og fremst stoltur af fyrirtækinu og því hversu víðtæk samstaða var að hafa málið á dagskrá. Meira »

„Óumflýjanlegt í smáu þjóðfélagi“

10:48 Kristján Þór Júlíusson, nýskipaður sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að vera trúað fyrir embættinu af þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Tekur hann fram að óumflýjanlegt sé, í smáu þjóðfélagi, að stjórnmálamenn þekki marga, „sérstaklega þegar viðkomandi hafa búið í sama bæjarfélagi eða unnið í sama geira“. Meira »

Katrín í París

09:18 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, er komin til Parísar þar sem hún mun sækja leiðtogafund um loftlagsmál sem fram fer í dag. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Egat Diva Snyrti-/nuddbekkur rafmagns fyrir Snyrti,Fótaðgerða,Nuddara
Egat Diva Rafmagns snyrti-/nuddbekkur, svartir og beige á litinn.100% visa raðgr...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Styrkir virk
Styrkir
Styrkir VIRK Virk starfsendurhæfingar...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...