Kæru Spencer vísað frá

Robert Spencer.
Robert Spencer.

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað í máli Roberts Spencer gegn fréttastofu RÚV vegna endurbirtingar á frétt sem áður hafði verið kærð en vísað frá siðanefnd þar sem kæra barst of seint. Siðanefnd vísaði málinu frá en Róbert Haraldsson skilaði sératkvæði.

Málið snýst um endurbirtingu fréttar þar sem viðtal við Spencer, sem er ritstjóri Jihad Watch og fyrirlesari, er birt að nýju á vef RÚV í ágúst. Upprunalega viðtalið, sem Spencer kærði einnig, var birt í maí en í ágúst var það endurbirt á vef RÚV með tengli þegar niðurstaða siðanefndar í fyrstu kæru Spencer lá fyrir.

Fréttamenn RÚV eru ekki þeir einu sem Spencer hefur kært því hann kærði lækni á bráðamóttöku Landspítalans í ágúst. 

Spencer hélt fyrirlestur um íslam í maí og í kjölfarið hélt hann því fram að honum hafi verið byrluð ólyfjan á skemmtistaðnum BarAnanas í Reykjavík.

Í grein sem hann ritaði á bandaríska vefsíðu fór Spencer hörðum orðum um um­fjöll­un fjöl­miðla og annarra um heim­sókn hans til lands­ins. Fjöl­miðlar hafi verið upp­full­ir af frétt­um um að vond­ur maður væri á leiðinni til lands­ins og rætt við þá nokkra tugi ein­stak­linga sem mót­mælt hafi komu hans. Hins veg­ar hafi ekki verið leitað eft­ir viðbrögðum hans sjálfs.

Ein sjón­varps­stöð hafi tekið viðtal við hann í tengsl­um við fund­inn en fréttamaður­inn hafi verið upp­tek­inn af meintri ábyrgð hans á morðum norska fjölda­morðingj­ans And­ers Brei­vik en Brei­vik hef­ur vísað í skrif Spencers. Spencer seg­ist ekki frek­ar geta borið ábyrgð á gerðum Brei­viks en Bítl­arn­ir á gerðum banda­ríska fjölda­morðingj­ans Char­les Man­son.

Úrskurður siðanefndar Blaðamannafélags Íslands í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert